fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Fasteignasaladrama í héraðsdómi – Segir annan fasteignasala hafa haft af sér söluna og vildi hlut af þóknuninni

Ritstjórn DV
Föstudaginn 3. desember 2021 14:00

mynd/skjáskot Google

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í gær fasteignasöluna Gimla af kröfu Gunnlaugs Hilmarssonar, fasteignasala hjá Fasteignasölu Kópavogs en Gunnlaugur hafði krafist þess að fá hlut af söluþóknun vegna sölu á fasteigninni við Grænatún 1. Eignin seldist á eitt hundrað milljónir.

Í dómnum er það rakið að eigendur fasteignarinnar við Grænatún 1, sem sjá má á meðfylgjandi mynd ofar í fréttinni, hafi skráð fasteignina á sölu hjá Fasteignasölu Kópavogs. Fasteignasali þar, áðurnefndur Gunnlaugur hafi lagt í vinnu við að verðmeta fasteignina, ganga frá söluyfirliti og auglýst hana til sölu á fasteignavef fasteignasölunnar.

Í leitarniðurstöðum á vefsíðunni Fastinn.is, sem geymir birtar fasteignaauglýsingar aftur í tímann, kemur fram að fasteignin hafi fyrst verið auglýst til sölu hjá fasteignasölunni Landmark í mars 2020. Í júlí það sama ár var hún svo skráð til sölu hjá Fasteignasölu Kópavogs og þá verðlögð á 110 milljónir.

Áhugasamur kaupandi fór með eignina yfir til samkeppnisaðilans

Í dómnum segir jafnframt að haustið 2020 hafi maður nálgast Gunnlaug vegna fasteignarinnar en svo ekki heyrt í honum meira. Nokkru síðar hafi eigandi fasteignarinnar hringt í Gunnlaug og tilkynnt honum að eignin væri seld í gegnum aðra fasteignasölu. Kom þá á daginn að kaupandi var einkahlutafélag sem tengdist manninum sem hafði haft samband við Gunnlaug sjálfan fyrr þetta sama haust.

Gunnlaugur taldi sig hafa lagt í vinnu við að selja fasteignina og að hann ætti þannig rétt á launum fyrir þá vinnu. Setti hann sig þá í samband við Fasteignasöluna Gimli, sem seldi eignina, og vildi fá þriðjungshlut í söluþóknun vegna vinnu sinnar. Því var hafnað enda taldi Gimli umræddan Gunnlaug ekki eiga neinn rétt á söluþóknun enda eignin í almennri sölu og að hann hafi ekki átt neinn hlut í að selja eignina til þess sem að lokum keypti eignina.

Orðalag í umboðinu varð Gunnlaugi að falli

Í niðurstöðu dómsins segir að skýrt komi fram í umboði sem eigandi veitti Fasteignasölu Kópavogs að umsamin söluþóknin skuli greiðast þeim aðila sem selji eignina og að komið hafi fram strax í upphafi söluferlisins að hún væri til sölu annars staðar. Fulltrúi fasteignasölunnar Gimla kvaðst þá fyrir dómi hafa séð eignina auglýsta hjá Landmarki, en svo síðar hjá Fasteignasölu Kópavogs.

Kom þá jafnframt fram fyrir dómi að kaupandinn og fasteignasalinn hjá Gimla hafi þekkst frá fornu fari og kaupandinn leitað til hans til að aðstoða sig með viðskiptin. Þá hafi fasteignasalinn leitast eftir söluumboði hjá eiganda eignarinnar og selt eignina þegar það lá fyrir.

Í því ljosi komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að sýkna ætti Gimla af kröfu Fasteignasölu Kópavogs, enda átti Fasteignasala Kópavogs aldrei tilkall til þóknunar fyrir söluna á grundvelli hins almenna söluumboðs.

Dóminn má sjá hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Í gær

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala