fbpx
Mánudagur 17.janúar 2022
Fréttir

Árásarmaður í Spönginni er barn – Bæði hann og afgreiðslustúlkan flutt á slysadeild – Maður sem yfirbugaði árásarmann ræðir við DV

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 2. desember 2021 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum var hópur sem viðriðinn var blóðug átök í Hagkaupum Spönginni um kvöldmatarleytið í gærkvöld á unglingsaldri. Árásarmaður sagðist sjálfur vera 14 ára. Sjónarvottur sem DV ræddi við í morgun sagðist eiga erfitt með að sjá aldur á fólki en taldi hópinn hafa verið á aldrinum 18 til 20 ára. Það reyndist ekki rétt.

Sjá einnig: Sauð upp úr í Hagkaupum Spönginni í gærkvöld – Afgreiðslustúlka alblóðug eftir árás

DV hefur einnig öruggar heimildir fyrir því að starfsfólk frá barnavernd hafi mætt á vettvang vegna málsins. Málið er talið tengjast búðarþjófnaði sem hefur verið mikið vandamál í Hagkaupum Spönginni undanfarið, ekki síst á meðal unglinga á grunnskólaaldri.

Er DV ræddi við lögreglu í morgun fengust þær upplýsingar að verið væri að safna gögnum og málið væri í rannsókn en ekki væri hægt að veita frekari upplýsingar.

„Ég var ekki tilbúinn að sleppa honum“

DV ræddi við mann sem tók þátt í að yfirbuga hinn árásarmanninn í gærkvöld. Hann lýsir atburðarásinni svo:

„Ég kom þarna inn með konunni minni og tveimur yngri krökkunum mínum. Ég sá hóp af ungum krökkum þarna við afgreiðslukassana en áttaði mig ekki strax á því að eitthvað mikið væri í gangi,“ en segist síðan hafa séð árásarmanninn unga, sem áður hefur verið nefndur, ganga í skrokk á afgreiðslumanni bak við kassann og skipa honum að opna dyrnar inn á skrifstofu.

Ég gríp ásamt einhverjum öðrum í hann, sný hann niður og læsi handleggnum á honum undir fætinum á mér. Hann barðist um og hótaði mér á fullu en ég sagðist ekki sleppa honum fyrr en lögregla kæmi á vettvang. Eftir dálitla stund sagðist hann vera 14 ára, en ég var ekki tilbúinn að sleppa honum, starfsfólk var þarna í  hættu og börnin mín voru hrædd.“

Maðurinn segir að minnst fimm lögreglubílar og einn sjúkrabíll hafi komið á vettvang. Hann segir jafnframt að krakkarnir sem áttu í hlut hafi hringt í vini sína sem komu í stórum hópum að versluninni.

Sem fyrr segir hefur DV heimildir fyrir því að búðarþjófnaður unglinga á þessum aldri sé mikið vandamál í Hagkaupum Spönginni. Hefur mest kveðið að slíku yfir daginn en þessi afbrot eru farin að færast inn í kvöldin. Atvikið í gær átti sér stað á milli kl. 19 og 20. DV hefur ennfremur heimildir fyrir því að einn starfsmaður hafi nefbrotnað í árásinni í gærkvöld.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan heimsótti Covid-smitaða Möggu Frikka og sakaði hana um að hanga í sameigninni – „Skammist ykkar segi ég bara“

Lögreglan heimsótti Covid-smitaða Möggu Frikka og sakaði hana um að hanga í sameigninni – „Skammist ykkar segi ég bara“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Aðfangadagsþjófur í Reykjanesbæ skikkaður til að afplána 270 daga í viðbót eftir endurtekin brot

Aðfangadagsþjófur í Reykjanesbæ skikkaður til að afplána 270 daga í viðbót eftir endurtekin brot
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Karlotta stígur fram og skýrir frá hrottalegu kynferðisofbeldi – „Eigum við að „nefna“ fleiri svona menn innan Árvaks?“

Karlotta stígur fram og skýrir frá hrottalegu kynferðisofbeldi – „Eigum við að „nefna“ fleiri svona menn innan Árvaks?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Teitur hlaut dóm fyrir skattsvik – Þarf að greiða 15,2 milljón króna sekt til ríkissjóðs

Teitur hlaut dóm fyrir skattsvik – Þarf að greiða 15,2 milljón króna sekt til ríkissjóðs