fbpx
Miðvikudagur 26.janúar 2022
Fréttir

Bjarna þótti bjórinn á Nordica-hótelinu dýr en hækkar núna áfengisgjaldið – „Okkur svíður þetta sérstaklega núna“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 1. desember 2021 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir rúmum tveimur árum urðu ummæli Bjarna Benediktssonar um hátt bjórverð á börum að fréttaefni. Bjarna blöskraði þá verð bjórverð á bar Nordica-hótelsins og skrifaði á Facebook-síðu sína:

„Á Nordica-hót­el­inu keypti ég hálfs­lítra Tu­borg Classic um helg­ina. Hann kost­ar í ÁTVR, með smá­sölu­álagn­ing­unni, 379 kr. sam­kvæmt vefsíðunni. Sami bjór af krana kostaði 1.400 kr. á hót­el­inu. Það er 270% yfir smá­sölu­verði ÁTVR. Kon­an sem af­greiddi mig sam­sinnti um að þetta væri hátt verð, en taldi það þó ekki það hæsta í borg­inni.“

Veitingamenn benda hins vegar á að áfengisgjald vegur afar þungt í verðlagningu á áfengi. Í nýju fjárlagafrumvarpi kemur fram að fyrirhugað er að hækka áfengis- og tóbaksgjald um 2,5% um áramótin. Hækkunin kemur veitingamönnum ekki á óvart en þeim svíður hún sárt.

„Í janúar á hverju ári hækka aðföng hjá veitingamönnum um 3-5%, fer eftir gengisþróun, verði á mörkuðum og öðrum óvissuþáttum – og svo eru það áfengisgjöldin. Það er bara þannig að verð á áfengi á börum á Íslandi er fyrir löngu komið að sársaukamörkum. Það er ekki endalaust hægt að velta þessu út í verðlagið, þessum stöðugu hækkunum. Ég tala nú ekki um núna þegar laun hækka, leiga hækkar, Covid – þetta er ekki hægt,“ segir Jón Bjarni Steinsson, sem rekur Pablo Discobar og Dillon.

Jón Bjarna grunar að fólk geri sér ekki almennilega grein fyrir því hvað áfengisgjald vegur þungt í verðinu en það er lagt á í hlutfalli við alkóhólinnihald. Jón Bjarni nefnir nokkur dómi sem lýsa stöðunni: „Þú ert að kaupa áfengi fyrir 50 til 100 milljónir á ári þá finnur þú mikið fyrir þessu. Áfengisgjöld eru á eftir launakostnaði hæsti kostnaðurliðurinn hjá börum á Íslandi, þau vega þyngra en innkaup á vörum. Ég held að fólk almennt geri sér enga grein fyrir þessu. Áfengisgjöldin ein og sér, ekki vaskurinn, heldur bara áfengisgjöldin, þau eru af einum 30 lítra bjórkút rétt tæpar 11 þúsund krónur. Þegar ég helli bjór í glas hjá viðskiptavini þá eru bara áfengisgjöldin ein og sér 180 krónur. Fyrir utan það þarf ég að kaupa bjórinn inn, borga starsfólki laun, borga húsaleigu, allan rekstrakostnað. Þetta er galið,“ segir Jón Bjarni og bendir á að áfengisgjald af eins lítra flösku af 40% vodka sé hvorki meira né minna en 6.000 krónur.

„Þetta kom ekkert á óvart, þeir gera þetta á hverju ári, þetta er öruggur tekjustofn og það vantar alltaf peninga. En það sem er svo sérstaklega sárt fyrir veitingamenn núna er að við erum í mánuði 21 í Covid-takmörkunum, sem segir okkur að þeim er alveg sama um þessa starfsemi, okkur svíður þetta sérstaklega núna,“ segir Jón Bjarni, en veitingamenn mega ekki eiga von á neinum sérstökum ívilnunum frá stjórnvöldum á næstunni. Barir mega aðeins hafa opið til kl. 11 á kvöldin.

„Ég er að borga út laun í dag, fólki í hlutastörfum sem hefur misst fullt af vöktum og það eru að koma jól. Það heyrist ekkert í stjórnvöldum, það eina sem gerist er að það kemur fjárlagafrumvarp og maður kíkir, eru þeir ekki örugglega að hækka áfengisgjaldið?Jú, þeir eru að því!“

Kemur efnaminni verst

Hækkun á áfengis- og tóbaksgjaldi hefur víða verið gagnrýnt í dag. Á Twitter segir útvarpsmaðurinn Heiðar Austmann:

„Veitingageirinn er á köðlunum en það á SAMT að hækka gjöld og skatta um áramótin. Bensín, bifreiðagjöld, áfengi og tóbak meðal annars að hækka. Já og þetta. Lögð verður til 2,5% hækkun á sérstöku gjaldi til Ríkisútvarpsins í samræmi við forsendur fjárlagafrumvarps fyrir 2022. LOL“

Stefán Máni rithöfundur bendir á að aukin skattheimta á áfengi, tóbak og bensín sé lágtekjuskattur sem skipti ekki máli fyrir fólk með háar tekjur:

 

Í leiðara Fréttablaðsins í dag segir Aðalheiður Ámundadóttir, fréttastjóri blaðsins, að samstarf VG og Sjálfstæðisflokksins dragi að sumu leyti fram það versta úr báðum flokkum:

„Frjálslyndi Sjálfstæðismanna víkur fyrir forræðishyggju VG og kapítalisminn í Sjálfstæðisflokknum jarðar áhuga Vinstri grænna á félagslegu réttlæti, heilsu- og umhverfisvernd. Í miðjunni stendur Framsókn, samnefnari helstu bresta samstarfsflokkanna, með pálmann í höndunum og þarf hvergi að gefa eftir.“

Aðalheiður tekur í sama streng og Stefán Máni, þessar hækkanir komi verst niður á þeim sem verst standa:

„Allir vita að þetta óumbeðna uppeldi kemur harðast niður á þeim sem verst standa í þjóðfélaginu: fátækum, fólki með fíknivanda og alkóhólistum. Þar sem Vínbúðin er ekkert annað en sælkeraverslun með munaðarvörur, beina hinir veikustu viðskiptum sínum í auknum mæli til bensínstöðva þar sem rauðsprittið er selt. Það er allur árangurinn af uppeldinu.“

Aðalheiður bendir jafnframt á að á meðan áfengisgjald hækkar séu framlög ríkisins til SÁÁ ekki hækkuð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Segist fyrst hafa vitað um hegðun Einars á föstudaginn – „Við erum bara að átta okkur á stöðunni“

Segist fyrst hafa vitað um hegðun Einars á föstudaginn – „Við erum bara að átta okkur á stöðunni“
Fréttir
Í gær

Birta samskipti Einars við skjólstæðing SÁÁ sem var í vændi – „Sæl, býður þú upp á heimsóknir$“

Birta samskipti Einars við skjólstæðing SÁÁ sem var í vændi – „Sæl, býður þú upp á heimsóknir$“
Fréttir
Í gær

Matvöruverð hækkar umfram vísitölu neysluverðs – COVID-hækkanir

Matvöruverð hækkar umfram vísitölu neysluverðs – COVID-hækkanir
Fréttir
Í gær

Einar segir af sér sem formaður SÁÁ – „Fyrir nokkrum árum svaraði ég auglýsingu á netinu þar sem í boði var kynlíf gegn greiðslu“

Einar segir af sér sem formaður SÁÁ – „Fyrir nokkrum árum svaraði ég auglýsingu á netinu þar sem í boði var kynlíf gegn greiðslu“
FréttirMatur
Í gær

Fullkominn mánudagsfiskur í sparifötum

Fullkominn mánudagsfiskur í sparifötum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ágústa Eva berst gegn Covid-bólusetningum barna – „Fólk er almennt ekki til í að útskúfanir og þvinganir og kúganir séu partur af þeirra tilveru“

Ágústa Eva berst gegn Covid-bólusetningum barna – „Fólk er almennt ekki til í að útskúfanir og þvinganir og kúganir séu partur af þeirra tilveru“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heiðaþing eða Everything? Óskað eftir hugmyndum að nafni á sameinað sveitarfélag

Heiðaþing eða Everything? Óskað eftir hugmyndum að nafni á sameinað sveitarfélag