fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Björn yfirlæknir segir allar líkur á að nýja afbrigðið komi til Íslands – Dreifist hratt um heiminn

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 27. nóvember 2021 13:39

Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítalans, segir í samtali við Vísi að líklegt sé að nýtt afbrigði Covid-19, Ómíkron afbrigðið, komi til Íslands.

„Ég held að það séu bara allar líkur á því að það muni gera það á einhverjum tímapunkti,“ segir Björn. „Vonandi mun það gerast þegar sem flestir eru búnir að fá örvunarbólusetningu, þannig að möguleiki veirunnar til að ná sér almennilega á strik mun þar af leiðandi væntanlega vera minni.“

Afbrigðið hefur verið að greinast víðsvegar um heiminn undanfarna daga en það greindist fyrst í Suður Afríku fyrr í vikunni. Síðustu daga hefur það meðal annars greinst í Botswana, Belgíu, Hong Kong og í Ísrael. Þá er talið að afbrigðið hafi einnig greinst í Tékklandi og í Þýskalandi í dag en það hefur ekki verið staðfest.

Björn segir í samtali sínu við Vísi að miðað við hve hratt afbrigðið hefur breiðst út um heiminn á undanförnum dögum séu líkur á að það sé meira smitandi. „Það bendir óbeint til þess að hún gæti hugsanlega verið meira smitandi en það á eftir að fá það staðfest þannig við vitum það ekki almennilega enn þá. Við vitum heldur ekki hvort að bóluefnin sem nú eru í gangi munu virka vel gegn veirunni,“ segir hann.

Þá segir Björn að bólusetningin muni vernda fólk að einhverju leyti fyrir þessu nýja afbrigði. „En hversu mikla vernd það veitir miðað við Delta afbrigðið, það er of snemmt að segja til um það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Í gær

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat