fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Eigandi þekktrar vegasjoppu fyrir dóm vegna ólöglegs vinnuafls

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 26. nóvember 2021 10:30

Mynd: Já.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framkvæmdastjóri einkahlutafélagsins Himins sólar ehf. sem rekur veitingastaðinn B&S Restaurant á Blönduósi hefur verið ákærður fyrir að ráða fólk til starfa án atvinnuleyfis. Jafnframt eru þrjár manneskjur ákærðar fyrir að hafa ráðið sig á B&S Restaurant og starfað þar um skeið í fyrra án atvinnuleyfa.

Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Norðurlands vestra á Sauðárkróki 3. febrúar á næsta ári.

Ákærur í málinu eru birtar í Lögbirtingablaðinu í dag þar sem ekki hefur tekist að birta öllum ákærðu ákærur. Um er að ræða, auk framkvæmdastjórans, konu frá Venesúela, karlmann frá Serbíu og annan karlmann frá Svartfjallalandi. Fólkið allt, auk framkvæmdastjóra félagsins sem rekur B&S Restaurant, eru ákærð fyrir brot á lögum um atvinnuréttindi útlendinga, nánar tiltekið 2. mgr. 6. gr., sbr. a. lið 1. mgr. og a. lið 2. mgr. 27. gr. Lagaákvæðin eru eftirfarandi:

„Atvinnurekanda er óheimilt að ráða útlending til starfa, hvort heldur er um langan tíma eða skamman, sbr. þó 4. og 5. mgr. 19. gr., eða hlutast til um að útlendingur flytjist til landsins í því skyni án atvinnuleyfis enda sé hann ekki undanþeginn kröfu um atvinnuleyfi samkvæmt lögum þessum.“

„Útlendingi er óheimilt að ráða sig til starfa hér á landi nema leyfi hafi verið veitt samkvæmt lögum þessum“

Þess er krafist að fólkið verði dæmt til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

B&S Restaurant er allþekktur veitingastaður meðal ferðamanna, jafnt innlendra sem erlendra. Hefur staðnum meðal annars verið hrósað fyrir góða hamborgarasósu, gott andrúmsloft og fína þjónustu.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Í gær

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Í gær

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk