fbpx
Mánudagur 17.janúar 2022
Fréttir

Skoða möguleikann á kaupum á risasorpbrennsluofni

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 24. nóvember 2021 07:14

Líf Magneudóttir er stjórnarformaður Sorpu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjögur sorpsamlög á suðvesturhorni landsins, Sorpa, Kalka, Sorpurðun Vesturlands og Sorpstöð Suðurlands, skoða nú möguleg kaup á risasorpbrennsluofni til að leysa þann mikla vanda sem steðjar að varðandi urðun sorps á svæðinu en 85% af öllu sorpi landsins fellur til á umráðasvæði sorpsamlaganna. Þetta kemur fram í forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag.

Vaxandi kröfur eru um að draga úr urðun sorps og tíminn er af skornum skammti því heimild til urðunar sorps í Álfsnesi rennur út um áramótin 2023 en í aðdraganda þess minnkar árlega magnað sem urða má á svæðinu. Draga  mun til tíðinda um áramótin en áætlaður kostnaður við slíkan ofn, sem gæti annað brennslu á um 100 þúsund tonnum á ári, sé um 20-30 milljarðar króna. Í fréttinni er haft eftir Líf Magneudóttur, borgarfulltrúa og stjórnarformann Sorpu, að vanda þurfi vel til verka varðandi staðsetningu enda ljóst að slík starfsemi muni ekki falla öllum í geð.

Þar sem mest af sorpinu fellur til á höfuðborgarsvæðinu er ljóst að mögulegt svæði undir slíkan ofn verður í grennd við það. Þá verður staðsetningin að vera í grennd við höfn enda kæmi til greina að flytja sorp frá landinu öllu með skipum til brennslu.  Skoðað verður hvort hægt verði að nota ofninn til húshitunar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórólfur bað ríkisstjórnina að íhuga víðtækar lokanir í samfélaginu í 10 daga

Þórólfur bað ríkisstjórnina að íhuga víðtækar lokanir í samfélaginu í 10 daga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Formaður FKA neitar að stíga til hliðar eftir umdeilt „læk“ við færslu Loga Bergmanns – „Samþykkti að halda sig til hlés frá fjölmiðlum“

Formaður FKA neitar að stíga til hliðar eftir umdeilt „læk“ við færslu Loga Bergmanns – „Samþykkti að halda sig til hlés frá fjölmiðlum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jakob vekur reiði hjá Eddu Falak og Öfgum – „Djöfulsins forréttindablinda og aumingjaskapur“

Jakob vekur reiði hjá Eddu Falak og Öfgum – „Djöfulsins forréttindablinda og aumingjaskapur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lækna-Tómas ósáttur með áform Arion banka – „Úlfur í sauðagæru“

Lækna-Tómas ósáttur með áform Arion banka – „Úlfur í sauðagæru“