fbpx
Laugardagur 04.desember 2021
Fréttir

Meðlimir Öfga sækja sér hundruð þúsunda í formi sýndarkaffibolla

Ritstjórn DV
Laugardaginn 20. nóvember 2021 09:00

Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það þykir flestum gott að drekka kaffi enda er um góðan drykk að ræða sem veitir orku og lífgar upp á daginn. Ekkert er sjálfsagðara en að bjóða upp á bolla af kaffi en nýlega fór ný tegund af kaffibollum að vekja athygli hér á landi.

Þessa tegund af kaffibollum er þó ekki hægt að leggja sér til munns enda bundnir við netheima. Um er að ræða góðgerðarstarfsemi sem fer í gegnum vefsíðuna BuyMeACoffee.com. Fólk getur skráð sig á síðuna og boðið öðrum að bjóða sér upp á kaffibolla. „Kaffibollinn“ sem um ræðir er þó bara peningar, nánar tiltekið 5 bandarískir dalir fyrir hvern bolla.

Nokkuð af íslensku baráttufólki hefur skráð sig á síðuna að undanförnu en það er þó misjafnt hvað fólk hefur upp úr því. Femíniski baráttuhópurinn Öfgar hefur til að mynda fengið gefna töluvert marga kaffibolla, eða alls 457 stykki þegar þessi frétt er skrifuð. 457 kaffibollar gera rúmlega 300 þúsund í íslenskum krónum.

Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bachmann skráði sig á síðuna fyrir rúmum tveimur vikum en hún tilkynnti það með færslu sem hún birti á Twitter-síðu sinni. „Óhóflega mikill tími og launalaus vinna sem fer í umræðuna, fræðslu, viðtöl og skilaboð. Þið sem viljið kaupa cappuchino eða ískaffi með haframjólk fyrir mig megið ýmist gera það í raunheiminum eða hér, fyrirfram þakkir,“ skrifaði Kolbrún í færslunni.

Ljóst er að Kolbrún hefur fengið nokkuð af kaffibollum í gegnum síðuna en þegar þessi frétt er skrifuð hefur hún fengið tæplega 200 bolla, það eru um 130 þúsund krónur.

Líklegt þykir að milligönguaðilinn, vefsíðan, taki eitthvað fyrir ómakið, en afgangurinn rennur þá vitanlega í vasa kaffiþyrstra baráttukvenna.

Meðlimir Öfga einnig með eigin aðgang

Ekki eru þó allir sem hafa jafn mikið upp úr krafsinu, eða kaffinu. Þórhildur Gyða Arnarsdóttir, sem vakti mikla athygli í október þegar hún steig fram og greindi frá ofbeldi af hálfu landsliðsmanns í fótbolta, hefur til að mynda einungis fengið samtals 30 bolla frá 8 mismunandi aðilum, tæpar 20 þúsund krónur. Þórhildur er þó meðlimur í Öfgum og má því gera ráð fyrir að hún fái sinn skerf af þeirra kaffibollum.

Tanja Ísfjörð, sem einnig er meðlimur í Öfgum, er líkt og Þórhildur einnig með sinn eigin aðgang á vefsíðunni. Hún hefur fengið aðeins fleiri bolla en Þórhildur eða samtals 58 bolla frá 18 mismunandi aðilum, eða tæpar 40 þúsund krónur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ómíkron afbrigðið komið til landsins

Ómíkron afbrigðið komið til landsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Fuck you perri“ – Hörður herjar á mörg börn í sama skólanum og foreldrar sameinast – Margar kærur framundan

„Fuck you perri“ – Hörður herjar á mörg börn í sama skólanum og foreldrar sameinast – Margar kærur framundan
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gunnlaugur Bragi tekur við formennsku Hinsegin daga á nýjan leik

Gunnlaugur Bragi tekur við formennsku Hinsegin daga á nýjan leik
Fréttir
Fyrir 2 dögum

140 greindust í gær – 477 börn skráð á göngudeild LSH

140 greindust í gær – 477 börn skráð á göngudeild LSH