fbpx
Laugardagur 04.desember 2021
Fréttir

Krónan á Selfossi hættir að gefa útrunnar vörur vegna skemmdarverka: Veggir klíndir út og hnetum stráð yfir rúllustiga

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 19. nóvember 2021 08:48

Krónan á Selfossi. Mynd: Já.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sú sorglega staða er komin upp að Krónan á Selfossi neyðist til að hætta tímabundið að gefa útrunnar vörur. Matvörum hefur verið stillt upp fyrir aftan kassasvæðið í Krónunni á Austurvegi á Selfossi og hefur mátt hirða þær án þessa að greiða fyrir. Þessar vörur eru komnar fram yfir síðasta söludag en óhætt er að neyta þeirra.

Undanfarið hafa þessar vörur verið notaðar til skemmdarverka í húsinu. Frá þessu greinir Matthías Ingi Árnason, verslunarstjóri Krónunnar á Selfossi, í íbúahópi Selfyssinga á Facebook. Greinir hann frá því að tannkremi hafi verið klínt á veggi, glerkrukkum með matvælum hafi verið grýtt í veggi bílakjallara og hnetum hafi verið stráð yfir rúllustiga.

Segir hann að Krónan verði tímabundið að hætta að gefa útrunnin matvæli þar til önnur leið hafi fundist til að gefa þær eða farga þeim:

„Sú leiðinlega staða hefur komið upp ítrekað að matvörur og annað sem hafi verið komið fram yfir b.f dagsetningu og hafa verið stillt upp gefins fyrir aftan kassasvæðið í Krónunni Austurvegi hafi verið notað til skemmdarverka í húsinu.

T.d tannkrem sem var gefins var notað til að klína út veggi og gler í húsinu, hnetum var stráð yfir rúllustiga, glerkrukkum með matvælum var grýtt í veggi í bílakjallara o.s.fr. allt með tilheyrandi þrifa og viðgerðarkostnaði.

Nú er því staðan að verslunin neyðist til að hætta tímabundið gefa vörur sem komnar eru fram yfir b.f dagsetningu (en eru fullkomlega í lagi til neyslu), en munum finna aðrar leiðir til að gefa vörurnar frekar en að farga þeim.

Þetta er vonandi fámennur hópur sem er að stunda þetta en það er von mín að þau sjái að sér og hætti að stunda þetta, því það er afskaplega sorglegt að geta ekki boðið upp á gefa nothæfar matvörur vegna skemmdarfýsnar nokkurra einstaklinga.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ómíkron afbrigðið komið til landsins

Ómíkron afbrigðið komið til landsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Fuck you perri“ – Hörður herjar á mörg börn í sama skólanum og foreldrar sameinast – Margar kærur framundan

„Fuck you perri“ – Hörður herjar á mörg börn í sama skólanum og foreldrar sameinast – Margar kærur framundan
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gunnlaugur Bragi tekur við formennsku Hinsegin daga á nýjan leik

Gunnlaugur Bragi tekur við formennsku Hinsegin daga á nýjan leik
Fréttir
Fyrir 2 dögum

140 greindust í gær – 477 börn skráð á göngudeild LSH

140 greindust í gær – 477 börn skráð á göngudeild LSH