fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Veitti lögreglumönnum áverka – Nokkur umferðaróhöpp vegna hálku

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 18. nóvember 2021 05:47

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skömmu fyrir klukkan 22 í gærkvöldi hafði lögreglan afskipti af tveimur ungum mönnum við skóla í Hafnarfirði. Annar þeirra er grunaður um líkamsárás og hinn um tálmun opinbers starfsmanns. Árásarþolinn var með áverka í andliti eftir högg og ætlaði sjálfur að leita á heilbrigðisstofnun.  Hinn meinti árásarmaður veitti lögreglumönnum áverka þegar hann var handtekinn.

Tilkynnt var um nokkur umferðaróhöpp í öllum hverfum borgarinnar í gærkvöldi og nótt en þau má rekja til mikillar hálku og snjókomu. Aðallega var um eignatjón að ræða en þó voru dæmi um minniháttar meiðsl.

Á tíunda tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um líkamsárás við veitingahús í Laugardalshverfi en þar réðust tvær konur á mann og veittu honum áverka.

Á öðrum tímanum í nótt höfðu lögreglumenn afskipti af manni á rafmagnshlaupahjóli í Kópavogi. Maðurinn er grunaður um hylmingu og var hald lagt á hlaupahjólið.

Einn ökumaður var handtekinn í nótt grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð
Fréttir
Í gær

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“