fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Maðurinn sem sakaður er um kynþáttaníð gegn Lenyu Rún segist hafa orðið fyrir hrekk – „Ég sendi þetta ekki“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 8. október 2021 16:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður sem virtist hafa sent skilaboð sem sýndu viðurstyggilegt kynþáttaníð og mannhatur á frambjóðanda Pírata, Lenyu Rún Taha Karim, segist saklaus, og vera þolandi ósmekklegs hrekks.

Sjá einnig: Frambjóðandi Pírata fékk yfir sig gróft kynþáttahatur í einkaskilaboðum

Lenya Rún Taha Karim, sem komst inn á þing fyrir Pírata en missti þingsæti sitt við endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi, eftir nýafstaðnar alþingiskosningar, birti í gærkvöld á Twitter gífurlega hatursfull einkaskilaboð sem hún fékk frá manni einum, eftirfarandi:

DV reyndi að ná sambandi við umræddan mann í morgun og sendi honum skilaboð, en nafn hans finnst ekki í símaskrá. Maðurinn svaraði skilaboðunum í eftirmiðdaginn og segist hann ekki hafa sent þessi hatursskilaboð á Lenyu heldur sé um að ræða hrekk í hans garð frá öðrum manni.

„Ég sendi þetta ekki,“ segir maðurinn í svari sínu til DV. Sýndi hann síðan DV skjáskot af skilaboðum sem hann sendi til Lenyu í dag þar sem hann skýrir út að hann sé ekki maðurinn sem sendi henni umræddan hroða. Ákveðinn maður hafi sent honum skjáskot af þessu efni og sá hafi greinilega sent þetta í hans nafni. Í skilaboðum til Lenyu segir hann: „Það var ekki ég heldur einhver sem ætlaði að vera „fyndinn“ á minn kostnað og skrifar þetta rusl og sendir á þig.“

Hann segir ennfremur: „Ég að sjálfsögðu eyddi þessu öllu sem var sent til þín á undan, ég er að óska þér góðs gengis og vona að þú komist á þing. Ömurlegt hvernig fólk getur verið.“

Í svari sínu til DV segir maðurinn ennfremur: „Þetta er sannleikurinn.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Manndráp í Kiðjabergi – Mennirnir voru að byggja sumarbústað

Manndráp í Kiðjabergi – Mennirnir voru að byggja sumarbústað
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“
Fréttir
Í gær

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer
Fréttir
Í gær

Sundlaugargestir æfir yfir fyrirhuguðum breytingum: „Notið peningana í þarfari hluti“

Sundlaugargestir æfir yfir fyrirhuguðum breytingum: „Notið peningana í þarfari hluti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Siggi hakkari fluttur til Danmerkur og veitti Ekstrabladet viðtal – Mikið gert úr njósnum en lítið úr kynferðisbrotunum

Siggi hakkari fluttur til Danmerkur og veitti Ekstrabladet viðtal – Mikið gert úr njósnum en lítið úr kynferðisbrotunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögmaður fór dagavillt og því þarf að byrja allt málið upp á nýtt

Lögmaður fór dagavillt og því þarf að byrja allt málið upp á nýtt