fbpx
Föstudagur 22.október 2021
Fréttir

Grunuð um bílþjófnað og hrækti á lögreglumann

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 8. október 2021 04:53

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona, sem er grunuð um nytjastuld á bifreið, var vistuð í fangageymslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Hún var eitthvað ósátt við afskipti lögreglunnar og hrækti á lögreglumann.

Tilkynnt var um þjófnað á rafmagnshlaupahjóli í Vesturbænum. Lögreglan hefur vísbendingar um hver stal hjólinu.

Einn var handtekinn og vistaður í fangageymslu eftir ítrekað áreiti og ónæði á tjaldsvæði. Ekki var unnt að ræða við manninn sökum þess hversu annarlegu ástandi hann var í.

Reiðhjólamaður hjólaði á kyrrstæða bifreið í vesturhluta borgarinnar í gær. Minniháttar eignatjón hlaust af.

Fimm ökumenn voru handteknir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.

Tvennt var handtekið grunað um húsbrot og voru vistuð í fangageymslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hvers vegna voru þau sýknuð?

Hvers vegna voru þau sýknuð?
Fréttir
Í gær

Tug milljóna kostnaður vegna skimunar með PCR- og hraðprófum ekki tekinn saman í ráðuneytinu

Tug milljóna kostnaður vegna skimunar með PCR- og hraðprófum ekki tekinn saman í ráðuneytinu
Fréttir
Í gær

Dómur fallinn í Rauðagerðismálinu: Einn í sextán ár – Aðrir sýknaðir

Dómur fallinn í Rauðagerðismálinu: Einn í sextán ár – Aðrir sýknaðir
Fréttir
Í gær

Sorpa semur við blóraböggul GAJA-klúðursins – Fær alls laun í heilt ár og greiddan lögfræðikostnað

Sorpa semur við blóraböggul GAJA-klúðursins – Fær alls laun í heilt ár og greiddan lögfræðikostnað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona í stappi við tryggingafélag eftir að hún varð fyrir bíl sem ók yfir á rauðu ljósi

Kona í stappi við tryggingafélag eftir að hún varð fyrir bíl sem ók yfir á rauðu ljósi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Steindór fordæmir skrif Páls – Geðveikir geta vel tjáð sig opinberlega um flókin mál

Steindór fordæmir skrif Páls – Geðveikir geta vel tjáð sig opinberlega um flókin mál
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hilmar segir Nocco ekki vera íþróttadrykk – „Hættið að vera lélegar manneskjur með því að sannfæra börn um að óhófleg koffínneysla sé í lagi“

Hilmar segir Nocco ekki vera íþróttadrykk – „Hættið að vera lélegar manneskjur með því að sannfæra börn um að óhófleg koffínneysla sé í lagi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Verða jólatónleikar? Vonast til að geta haldið stórtónleika í lok nóvember

Verða jólatónleikar? Vonast til að geta haldið stórtónleika í lok nóvember