fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Páll Vilhjálms fær ekki sparkið frá FG eftir árásir á Helga Seljan

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 27. október 2021 12:57

mynd/samsett DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páli Vilhjálmssyni verður ekki sagt upp störfum sem kennari við Fjölbrautaskólann í Garðabæ. Þetta kemur fram í bréfi frá Kristni Þorsteinssyni skólameistara FG til nemenda og starfsmanna skólans nú í morgun.

Fréttablaðið greindi fyrst frá.

Bloggfærslur Páls um umfjöllun RUV um Samherjamálið svokallaða hafa vakið mikla athygli, og eftir atvikum hneykslan, undanfarin misseri en mörgum þótti botninn hafa tekið úr fyrr í mánuðinum þegar Páll réðst að Helga Seljan, fréttamanni RUV, eftir að Helgi opnaði sig um andleg veikindi sem hann hefur glímt við. Helgi ásakaði þá Samherja og útsendara þeirra um að hafa reynt að nýta sér andleg veikindi sín gegn sér. „Ég á ekkert að þurfa að vera að pæla í því hvort einhver sé fyrir utan heima hjá mér, eða að það sé einhver að elta mig á morgnana eða áreita mig,“ sagði Helgi meðal annars í viðtali við Gísla Martein á RUV.

Sjá nánar: Helgi segir andstæðinga hafa nýtt sér andleg veikindi hans – „Heimsmet í drullusokkshætti“

Páll skrifaði á bloggsíðu sína í kjölfar viðtalsins við Helga að; „sá sem er geðveikur er hvorki með sjálfan né heiminn á hreinu. Annars væri hann ekki geðveikur.“ Sagði Páll Helga hafa sýnt af sér „þráhyggjueinkenni“ í umfjöllun sinni um Samherja sem hafi svo reynst skáldskapur sem Helgi hafi engu að síður haldið áfram að fjalla um, enda „illa tengdur veruleikanum.“

Sjá nánar: Skrif Páls Vilhjálmssonar um Helga Seljan fordæmd – „Meiri óþverrinn“

Páll sagði þá Helga vera í „játningarferli,“ og óska honum bata, en bætti svo við:

Burtséð frá bataferlinu er í meira lagi undarlegt að geðveikur maður fari með víðtækt dagskrárvald á ríkisreknum fjölmiðli, RÚV. Geðveikur Helgi skipuleggur í áravís skandal hægri vinstri, skáldar ef ekki vill betur til. Sá geðveiki fær fullt umboð yfirstjórnar RÚV til að flytja áróður klæddan í búning frétta.

Færsla Páls vakti, sem fyrr sagði, hneykslan víða og beindist meðal annars athygli fólks að því hvort honum væri áfram stætt sem kennari við framhaldsskóla.

Kristinn skólameistari benti á í bréfi sínu að Páll hafi kennt við skólann í á annan áratug og sinnt störfum sínum vel. Hins vegar skaut hann á skrif Páls og sagðist ekki geta látið þau fram hjá sér fara án þess að setja fram athugasemdir, og bætti við:

Ég skil skrif Páls þannig að störf Helga Seljan í fjölmiðlum séu ómarktæk vegna þess að hann glími við geðsjúkdóm. Af því má væntanlega draga þá ályktun að fólk sem glími við slíka sjúkdóma hafi lítið erindi í opinbera umræðu. Þessu er ég alfarið ósammála og tel þessi ummæli afar óheppileg fyrir framhaldsskólakennara og hef gert Páli grein fyrir þessari afstöðu minn.“ 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus
Fréttir
Í gær

Vilja sporna gegn því að fullorðnir einstaklingar nýti sér glufur í lögum til að hafa samræði við börn

Vilja sporna gegn því að fullorðnir einstaklingar nýti sér glufur í lögum til að hafa samræði við börn
Fréttir
Í gær

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“