fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

„Ég hef ekki lagt til neinar takmarkanir“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 27. október 2021 16:00

Þórólfur Guðnason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV spurði Þórólf Guðnason sóttvarnalækni hvort þjóðin þurfi einfaldlega ekki að smitast af Covid-19 svo hjarðónæmi verði náð. Hann segir vissulega nokkuð til í því.

„Menn geta bara reiknað út hversu langan tíma það tekur, segjum til dæmis að það smitist 100 á dag, nú þegar hafa um 10.000 verið greindir með smit en líklega eru þeir töluvert fleiri, svo við getum bara reiknað út hvað það tekur langan tíma, það eru einhver hundruð þúsund sem þurfa að smitast svo hjarðónæmi verði náð. Og bóluefnin veita mikla vörn gegn veikindum og því mun betra að smitast bólusettur.“

En tekur sóttvarnalæknir ekki þennan vinkil með inn í tillögur sína um takmarkanir eða afléttingar á samkomutamörkunum? „Jú, vissulega geri ég það og ég hef ekki verið að leggja til neinar takmarkanir að undanförnu. Því er haldið fram en það er rangt. Við þurfum bara að finna út hvernig við förum sem best í gegnum þetta án þess að ofgera heilbrigðiskerfinu.“

Þórólfur hefur að undanförnu lýst yfir áhyggjum af þróun faraldursins en smitum hefur fjölgað mjög að undanförnu. Í pistli sem hann birti á covid.is í gær segir hann að með vaxandi afléttingu takmarkana hafi dreifing smits aukist og greinilegt sé að einstaklingsbundnar sóttvarni dugi ekki til að halda faraldrinum í skefjum. Þá segir:

„Rétt er að hvetja alla til að huga vel að einstaklingsbundnum sóttvörnum svo síður þurfi að koma til opinberra takmarkana á umgengni fólks. Munum að margar innlagnir á sjúkrahús koma ekki einungis niður á umönnun þeirra sem veikst hafa alvarlega af COVID-19 heldur einnig annarri mikilvægri þjónustu.“

Í samtali við RÚV segir Þórólfur ef aukning smita haldi áfram sé enginn ananr möguleiki í stöðunni en að leggja til hertar aðgerðir. Hann telur hins vegar að almenningur muni taka illa í slíkar fyrirætlanir en hann veit ekki hvernig stjórnvöld taka í slíkar tillögur.

85 Covid-19 smit greindust í gær. Þrettán liggja á Landspítalanum með sjúkdóminn, þar af einn á gjörgæslu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Grunur um manndráp á Akureyri

Grunur um manndráp á Akureyri
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

„Enn eitt dæmi um þær ógöngur sem mannanafnanefnd leiðist út í“

„Enn eitt dæmi um þær ógöngur sem mannanafnanefnd leiðist út í“
Fréttir
Í gær

Ítrekaðar ásakanir um dýraníð í Borgarfirði – „Fyrir framan mig var að hann að murka lífið úr einu lambinu“

Ítrekaðar ásakanir um dýraníð í Borgarfirði – „Fyrir framan mig var að hann að murka lífið úr einu lambinu“
Fréttir
Í gær

Landsmenn hvattir til að fara yfir bólusetningar sínar áður en farið er í ferðalög til Evrópu og Bandaríkjanna

Landsmenn hvattir til að fara yfir bólusetningar sínar áður en farið er í ferðalög til Evrópu og Bandaríkjanna
Fréttir
Í gær

Fara fram á gæsluvarðhald yfir fjórum erlendum mönnum vegna meints manndráps á Suðurlandi

Fara fram á gæsluvarðhald yfir fjórum erlendum mönnum vegna meints manndráps á Suðurlandi
Fréttir
Í gær

Grunnskólakennari segir neyðarástand ríkja – Mjög fáir nemendur í hverfisskólanum geta lesið fyrirsagnir í dagblöðum við lok 10. bekkjar

Grunnskólakennari segir neyðarástand ríkja – Mjög fáir nemendur í hverfisskólanum geta lesið fyrirsagnir í dagblöðum við lok 10. bekkjar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tókst ekki að sanna að leigjandinn hefði ekki þrifið húsnæðið en fær vangreidda leigu greidda

Tókst ekki að sanna að leigjandinn hefði ekki þrifið húsnæðið en fær vangreidda leigu greidda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skýr merki um brotalamir við skipti dánarbúa þeirra sem eiga enga erfingja – 178 milljónir í ríkissjóð á fimm árum en hvar er eftirlitið?

Skýr merki um brotalamir við skipti dánarbúa þeirra sem eiga enga erfingja – 178 milljónir í ríkissjóð á fimm árum en hvar er eftirlitið?