fbpx
Föstudagur 22.október 2021
Fréttir

Óljóst hvort stefni í nýtt gos

Ritstjórn DV
Laugardaginn 2. október 2021 08:34

Frá Keilissvæðinu. Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nótt, um kl. 5, mældist skjálfti upp á 3,0 um 1,6 km suðsuðvestur af Keili á Reykjanesi, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. Skjálftahrina hófst á svæðinu þann 27. september og hafa yfir 3.000 skjálftar mælst á svæðinu, þar af 7 yfir 3,0 að stærð. Stærsti skjálftinn hingað til var 1. október, 3,8.

Óljóst er hvort gos í Keili er væntanlegt en gosið í Fagradalsfjalli sem hófst í mars hefur legið niðri í tvær vikur. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir í samtali  við Fréttablaðið að óvíst sé hvort gos sé væntanlegt: „Það er farin af stað ákveðin hrina, ekki jafn kröftug og í byrjun þessa árs en breytingin er sú að við erum að sjá skjálftavirkni sem mælist yfir þrjá í fyrsta sinn frá því að gosið hófst. Það verður að koma í ljós hvað þetta þýðir en það er áhugavert að þetta sé að eiga sér stað á sama tíma og eldgosið hefur legið niðri að undanförnu.“

Hann segir ekki hægt að útiloka að þetta boði nýtt gos: „Það er ekki hægt að útiloka að þetta boði að gosið hefjist á ný en um leið getur þetta verið spenna sem hefur safnast í svolítinn tíma. Það er of snemmt að segja til um hvort þetta þýði að það fari að gjósa á ný.“

Fréttablaðið greindi frá því í gærkvöld að vart hefur orðið við reyk upp úr jörðu nálægt Keili. Segir Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði og bergfræði, að þetta sé vísbending um að kvika sé komin nógu grunnt til að hita grunnvatnið. Segir hann þennan reyk ekki eðlilegan.

Elísa­bet Pálma­dótt­ir, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur hjá Veður­stofu Íslands, segir í samtali við mbl.is að mögulegt sé að jarðskjálftavirkni undanfarið sé að valda aukinni jarðhitavirkni og það skýri reykinn eða uppgufnina á svæðinu. „Það er ekki óal­gengt að það reyki þarna úr jörðinni. Það er nátt­úru­lega mikið hita­svæði á Reykja­nesskag­an­um öll­um,“ segir Elísabet.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Rekstrarstjóri Pablo Discobar í ótímabundið leyfi eftir blóðuga árás á gesti – „Við höfum ekkert umburðarlyndi fyrir svona“

Rekstrarstjóri Pablo Discobar í ótímabundið leyfi eftir blóðuga árás á gesti – „Við höfum ekkert umburðarlyndi fyrir svona“
Fréttir
Í gær

Ný rannsókn varpar ljósi á ferðir íslenskra víkinga í Norður Ameríku – Fær „Leif Erikson“ loksins frídaginn sem hann á skilið?

Ný rannsókn varpar ljósi á ferðir íslenskra víkinga í Norður Ameríku – Fær „Leif Erikson“ loksins frídaginn sem hann á skilið?