fbpx
Sunnudagur 28.nóvember 2021
Fréttir

Flugvél þurfti að lenda með veikan farþega á Keflavíkurflugvelli

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 19. október 2021 09:03

Keflavíkurflugvöllur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lenda þurfti flugvél frá Polish Airlines á Keflavíkurflugvelli í gær vegna veikinda farþega. Vélin var á leið frá Chicago til Póllands þegar veikindin komu upp. Farþeginn var fluttur með sjúkrabíl á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurnesjum. Þar segir einnig frá því að bílvelta varð á Reykjanesbraut. Ökumaður missti stjórn á bíl sínum með þeim afleiðingum að hún valt og endaði á toppnum. Ökumaðurinn og farþegi sluppu án verulegra meiðsla.

Þá var ekið á vegrið á Reykjanesbraut og var bíllinn varð óökufær eftir. Ekki urðu slys á fólki.

Í tilkynningunni er greint frá fleiri verkefnum lögreglunnar undanfarið og eru talsverðar annir sagðar hafa verið hjá lögreglu undanfarna þrjá sólarhringa  vegna brota og óhappa í umferðinni. Í fyrrakvöld var ökumaður stöðvaður og reyndist hann vera aðeins sextán ára og því réttindalaus. Rætt var við piltinn og honum gerð grein fyrir alvarleika málsins. Einnig var rætt við forráðamann hans.

Afskipti voru svo höfð af allmörgum ökumönnum sem höfðu gerst brotlegir í umferðinni. Nokkrir voru kærðir fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók mældist á 159 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km.  Hans bíður 230 þúsunda króna sekt.

 

 

 

 

 

 

 

 

Lögreglumenn fundu kannabisefni og lyf við leit í íbúðarhúsnæði í umdæminu. Aðili sem var þar staddur játaði eign sína á hvoru tveggja og var tekin af honum vettvangsskýrsla. Hann afsalaði sér efnunum til eyðingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Örlagastund Önnu Lindu á Arnarnesbrú – „Bláókunnug manneskja ákvað að fá sér í glas og keyra undir áhrifum“

Örlagastund Önnu Lindu á Arnarnesbrú – „Bláókunnug manneskja ákvað að fá sér í glas og keyra undir áhrifum“
Fréttir
Í gær

Meint vínbúð á Granda vekur mikla reiði hjá miðborgarbúum – „Ég er brjáluð“ – „Er að senda kvörtunarbréf núna“

Meint vínbúð á Granda vekur mikla reiði hjá miðborgarbúum – „Ég er brjáluð“ – „Er að senda kvörtunarbréf núna“
Fastir pennarFréttir
Fyrir 2 dögum

Upplifun mín í réttarhöldunum yfir morðingja Freyju Egilsdóttur

Upplifun mín í réttarhöldunum yfir morðingja Freyju Egilsdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ökumaður í vímu ók á kyrrstæða bifreið og slasaðist

Ökumaður í vímu ók á kyrrstæða bifreið og slasaðist