fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Áreitti börn í Laugardal – Fíkniefnamál og rafskútuslys

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 19. október 2021 06:03

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á áttunda tímanum í gærkvöldi var maður handtekinn í Laugardal. Hann var ölvaður og hafði verið að áreita börn og hrækja að þeim. Hann hrækti á lögreglumann og neitaði að skýra frá nafni og öðrum persónuupplýsingum. Hann var vistaður í fangageymslu.

Í Bústaða- og Háaleitishverfi voru þrír handteknir á sjötta tímanum í gær grunaðir um vörslu fíkniefna. Allir voru vistaðir í fangageymslu.

Klukkan 20 var maður handtekinn í Hafnarfirði grunaður um vörslu/sölu fíkniefna. Hann var vistaður í fangageymslu.

Á sjöunda tímanum tilkynnti maður að hann hefði orðið fyrir líkamsárás af hendi fjögurra manna í Miðborginni en hafi hann náð að hlaupa frá þeim. Hann var í miklu uppnámi og rispaður á olnboga og mjöðm. Málið er í rannsókn.

Á fimmta tímanum í nótt var tilkynnt um innbrot í lyfjaverslun í Hlíðahverfi. Málið er í rannsókn.

Á tólfta tímanum varð rafskútuslys í Garðabæ. Ungur maður datt af rafskútu og hlaut áverka í andlit, skurð á höku og það blæddi úr honum. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á bráðadeild. Hann er grunaður um ölvun.

Í Kópavogi var tilkynnt um eld í blaðagámi á tíunda tímanum. Tilkynnandi slökkti eldinn með garðslöngu.

Á tólfta tímanum fipaðist 17 ára ökumanni þegar hann var að taka framúr bifreið á Bláfjallavegi og endaði bifreið hans utan vegar.. Tveir farþegar voru í bifreið hans. Ökumaðurinn fann til eymsla í hendi og annar farþeginn fann til í baki, höfði og olnboga. Þeir voru fluttir með sjúkrabifreið á bráðadeild.

Einn ökumaður var handtekinn í gærkvöldi í Hafnarfirði grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sundlaugargestir æfir yfir fyrirhuguðum breytingum: „Notið peningana í þarfari hluti“

Sundlaugargestir æfir yfir fyrirhuguðum breytingum: „Notið peningana í þarfari hluti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Siggi hakkari fluttur til Danmerkur og veitti Ekstrabladet viðtal – Mikið gert úr njósnum en lítið úr kynferðisbrotunum

Siggi hakkari fluttur til Danmerkur og veitti Ekstrabladet viðtal – Mikið gert úr njósnum en lítið úr kynferðisbrotunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögmaður fór dagavillt og því þarf að byrja allt málið upp á nýtt

Lögmaður fór dagavillt og því þarf að byrja allt málið upp á nýtt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóttir manns sem var ranglega sakaður um að hafa brotið gegn henni vill vita sannleikann – „Faðir minn jafnaði sig aldrei á þessu“

Dóttir manns sem var ranglega sakaður um að hafa brotið gegn henni vill vita sannleikann – „Faðir minn jafnaði sig aldrei á þessu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fáránlegt athæfi BMW-eiganda í umferðinni – Smaug á milli tveggja bifreiða á tvíbreiðum vegi

Fáránlegt athæfi BMW-eiganda í umferðinni – Smaug á milli tveggja bifreiða á tvíbreiðum vegi