fbpx
Sunnudagur 28.nóvember 2021
Fréttir

Áreitti börn í Laugardal – Fíkniefnamál og rafskútuslys

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 19. október 2021 06:03

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á áttunda tímanum í gærkvöldi var maður handtekinn í Laugardal. Hann var ölvaður og hafði verið að áreita börn og hrækja að þeim. Hann hrækti á lögreglumann og neitaði að skýra frá nafni og öðrum persónuupplýsingum. Hann var vistaður í fangageymslu.

Í Bústaða- og Háaleitishverfi voru þrír handteknir á sjötta tímanum í gær grunaðir um vörslu fíkniefna. Allir voru vistaðir í fangageymslu.

Klukkan 20 var maður handtekinn í Hafnarfirði grunaður um vörslu/sölu fíkniefna. Hann var vistaður í fangageymslu.

Á sjöunda tímanum tilkynnti maður að hann hefði orðið fyrir líkamsárás af hendi fjögurra manna í Miðborginni en hafi hann náð að hlaupa frá þeim. Hann var í miklu uppnámi og rispaður á olnboga og mjöðm. Málið er í rannsókn.

Á fimmta tímanum í nótt var tilkynnt um innbrot í lyfjaverslun í Hlíðahverfi. Málið er í rannsókn.

Á tólfta tímanum varð rafskútuslys í Garðabæ. Ungur maður datt af rafskútu og hlaut áverka í andlit, skurð á höku og það blæddi úr honum. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á bráðadeild. Hann er grunaður um ölvun.

Í Kópavogi var tilkynnt um eld í blaðagámi á tíunda tímanum. Tilkynnandi slökkti eldinn með garðslöngu.

Á tólfta tímanum fipaðist 17 ára ökumanni þegar hann var að taka framúr bifreið á Bláfjallavegi og endaði bifreið hans utan vegar.. Tveir farþegar voru í bifreið hans. Ökumaðurinn fann til eymsla í hendi og annar farþeginn fann til í baki, höfði og olnboga. Þeir voru fluttir með sjúkrabifreið á bráðadeild.

Einn ökumaður var handtekinn í gærkvöldi í Hafnarfirði grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Örlagastund Önnu Lindu á Arnarnesbrú – „Bláókunnug manneskja ákvað að fá sér í glas og keyra undir áhrifum“

Örlagastund Önnu Lindu á Arnarnesbrú – „Bláókunnug manneskja ákvað að fá sér í glas og keyra undir áhrifum“
Fréttir
Í gær

Meint vínbúð á Granda vekur mikla reiði hjá miðborgarbúum – „Ég er brjáluð“ – „Er að senda kvörtunarbréf núna“

Meint vínbúð á Granda vekur mikla reiði hjá miðborgarbúum – „Ég er brjáluð“ – „Er að senda kvörtunarbréf núna“
Fastir pennarFréttir
Fyrir 2 dögum

Upplifun mín í réttarhöldunum yfir morðingja Freyju Egilsdóttur

Upplifun mín í réttarhöldunum yfir morðingja Freyju Egilsdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ökumaður í vímu ók á kyrrstæða bifreið og slasaðist

Ökumaður í vímu ók á kyrrstæða bifreið og slasaðist