fbpx
Miðvikudagur 20.október 2021
Fréttir

Bakþankar Láru valda usla: „Þú hefur fitnað“ sagði kærastinn við hana og í dag eru þau hjón – „Ég er orðlaus“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 13. október 2021 11:13

Lára G. Sigurðardóttir - Mynd: Aldís Pálsdóttir/Fréttablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þú hefur fitnað,“ sagði kærastinn ákveðinn á meðan við horfðum á bíómynd. Ég var sautján, hann nítján.“

Svona hefjast bakþankar Fréttablaðsins í dag sem læknirinn Lára G. Sigurðardóttir skrifar og hafa valdið usla meðal baráttu fólks um líkamsvirðingu.

„Á þessum tíma vann ég í Fjarðarkaupum þar sem freistingar voru á hverju horni. Í vasanum leyndist nammipoki og í pásum var stoppað í bakaríinu,“ segir Lára og bendir á umfjöllun Kveiks um offitu barna.

„ Þar kom fram að börnum með offitu fer fjölgandi hér á landi og fleiri leita nú á Landspítala með fitulifur, kæfisvefn og undanfara sykursýki.“

Lára tekur þá dæmi um þróun offitu en dæmið kemur frá eyjunni Nárú í Kyrrahafinu. „Íbúar eyjunnar voru við eðlilegt holdafar á meðan þeir nærðust á fiski, ávöxtum og grænmeti. Þegar þeir öðluðust sjálfstæði árið 1968 urðu þeir skyndilega ríkir af fosfatnámuvinnslu,“ segir hún en í kjölfarið breyttust lífsvenjur íbúanna.

„Þeir þurftu ekki lengur að veiða fisk og rækta grænmeti og fóru að flytja inn unnar vestrænar matvörur. Með hinum nýju lífsháttum urðu þeir feitasta þjóð jarðríkis en 95 prósent íbúa Nárú eru í yfirþyngd og 61 prósent of feitt.“

Bendir læknirinn á að feit börn séu í aukinni hættu á að deyja um aldur fram og að greinast með hjartasjúkdóm, heilablóðfall, krabbamein og sykursýki.

„Hægt er að afstýra þessu en þá þarf bæði nánasta umhverfi og samfélagið í heild að vinna saman með því að bæta aðgengi að sálfræðingum, heilsusamlegum mat og gera líkamsrækt aðgengilegri. Þurfa íþróttir til dæmis alltaf að snúast um verðlaunapall? Og í betri heimi myndu skólasálfræðingar grípa börnin áður en þau verða of feit því andlegir erfiðleikar geta hæglega steypt þeim í vítahring matarfíknar.“

Að lokum talar Lára aftur um kærastann sinn og það sem hann sagði við hana. „Ég hugsaði um að senda kærastann (sem nú er eiginmaður minn) öfugan út en ákvað heldur að losa mig við nammipokann.“

„Ég er orðlaus“

Bakþankarnir hafa vakið þó nokkra athygli og hefur innihald þeirra verið gagnrýnt á samfélagsmiðlinum Twitter. „Hvað er pointið með þessum bakþönkum? Að endurtaka það sem kom fram í Kveik? Vill hún fá klapp á bakið fyrir að henda nammipokanum en ekki kærastanum?“ spyr kona nokkur í færslu á Twitter og fjölmargir skrifa athugasemdir við færsluna.

„Yikes. Öskrandi red flag og hún giftist honum og skrifar svo um það eins og það sé rómans,“ segir til að mynda í einni athugasemdinni. „Ég er orðlaus yfir því hvað þetta er hrikalegt take. Og að giftast gæjanum sem hún byrjaði með 17 ára (eða yngri), fara í megrun því hann sagði að hún væri búin að fitna… ég hef áhyggjur,“ segir í annarri. „Aww. Kærasti sem finnst hann þurfa að kommenta á holdafar 17 ára kærustunnar er svo mikill keeper,“ segir svo í enn annarri.

Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, formaður Samtaka um líkamsvirðingu, skrifar einnig athugasemd. „Þetta er akkúrat hættan á bak við svona þætti og fréttaskýringar og offitu. Alveg sama hvað það var oft tekið fram að offita sé flókið samspil margra þátta t.d. félagslegra er þetta teik flestra; „bOrÐa mInnA nAmMi“. Spáið í því að hafa nógu sterka skoðun til að skrifa skoðanapistil en hafa ekkert annað á bak við sig en eigin fordóma “ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Lilja Pálma gerir upp kirkjuna sína – Orðin 150 ára gömul

Lilja Pálma gerir upp kirkjuna sína – Orðin 150 ára gömul
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Svona eru afléttingarnar á sóttvarnatakmörkunum

Svona eru afléttingarnar á sóttvarnatakmörkunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Átök bak við tjöldin um eignarhald á podcast þáttum Sölva Tryggva – Bað sjálfur um að efnið yrði fjarlægt

Orðið á götunni: Átök bak við tjöldin um eignarhald á podcast þáttum Sölva Tryggva – Bað sjálfur um að efnið yrði fjarlægt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eyþór tók af allan vafa í Silfrinu – Mun gefa kost á sér áfram

Eyþór tók af allan vafa í Silfrinu – Mun gefa kost á sér áfram