fbpx
Mánudagur 06.desember 2021
Fréttir

Grunaður um vopnalagabrot og að hafa áreitt börn í Laugardalshverfi

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 11. október 2021 05:36

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á tíunda tímanum í gærkvöldi var maður handtekinn í Laugardalshverfi en hann er grunaður um að hafa áreitt börn og um brot á vopnalögum. Maðurinn sagði að börnin hafi verið að gera bjölluat við heimili hans. Hann var vistaður í fangageymslu.

Um klukkan hálf tólf í gærkvöldi var kona í annarlegu ástandi handtekin i Miðborginni. Hún er grunuð um eignaspjöll, vörslu fíkniefna og þjófnað. Hún var vistuð í fangageymslu.

Um klukkan hálf tíu hafði lögreglan afskipti af pari sem svaf í bifreið á bifreiðastæði í Hlíðahverfi. Vél bifreiðarinnar var í gangi. Maðurinn er grunaður um vörslu fíkniefna og brot á vopnalögum.

Tveir ökumenn voru handteknir í gærkvöldi grunaðir um að vera undir áhrifum áfengi og/eða fíkniefna. Annar þeirra reyndist vera sviptur ökuréttindum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Erlendir glæpahópar með íslenska meðlimi innanborðs herja á landsmenn

Erlendir glæpahópar með íslenska meðlimi innanborðs herja á landsmenn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Meintur höfuðpaur í klaufalegu kókaínsmygli dreginn fyrir dóm – Óútskýrðar tekjur námu tugum milljóna

Meintur höfuðpaur í klaufalegu kókaínsmygli dreginn fyrir dóm – Óútskýrðar tekjur námu tugum milljóna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ómíkron-smitaði einstaklingurinn á Landspítalanum er fullbólusettur og búinn að fá örvunarskammt

Ómíkron-smitaði einstaklingurinn á Landspítalanum er fullbólusettur og búinn að fá örvunarskammt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Skotið á rúður í Kórahverfi – „Fór kúla í gegnum rúðuna og hafnaði í borðstofuborði“

Skotið á rúður í Kórahverfi – „Fór kúla í gegnum rúðuna og hafnaði í borðstofuborði“