Full vandlætingar bendum við og hrópum á ráðherrann sem fór í veislu, þingmanninn sem fór í golf, stúlkurnar sem hittu ensku fótboltadrengina og kaþólsku kirkjugestina sem varð á í messunni, bókstaflega. Þau skulu smánuð fyrir að vera ekki fullkomin eins og við hin. Þeim er hollara að biðjast afsökunar.“