fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Sagður hafa stungið mann á Kvíabryggju og vafið þvottasnúru um háls óléttrar kærustu

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 27. janúar 2021 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómstólar hafa nú til umfjöllunar og úrvinnslu mál Lögreglunnar á Suðurnesjum gegn manni sem gefið er að sök ítrekuð og grafalvarleg brot gegn þáverandi og fyrrverandi sambýliskonu sinni og barnsmóður.

Rétt er að vara við verknaðarlýsingum sem hér koma fram í fréttinni.

Ákæran er löng og átakanleg lesning. Þar er maðurinn sagður hafa á tímabilinu október 2017 til apríl 2018 ógnað lífi konunnar, heilsu hennar og velferð. Þann 4. október mun maðurinn hafa vafið snúru um háls konunnar sem var þá komin sex og hálfan mánuð á leið með barn þeirra. Er hann sagður hafa ógnað lífi konunnar og barnsins í ákærunni.

Í framhaldi árásarinnar er maðurinn sagður hafa sent konunni myndband sem innihélt hótanir gegn henni. „Ég hata þig, ég skal ofsækja þig allt mitt líf fyrir að hafa logið að mér. Ástæðan fyrir því að mér leið svona illa er að þú varst ógeðsleg við mig, ég veit að ég var líka vondur við þig en þú varst ógeðsleg. Þú […] og ég skal gera allt sem í mínu valdi stendur alla mína æfi til að gera líf þitt ömurlegt. Þú ert engan veginn þess virði. Þú ert ógeðsleg. Ég vildi að ég hefði klárað það sem ég var byrjaður á,“ segir maðurinn í myndbandinu að því er fram kemur í ákærunni.

Mánuði síðar, 3. nóvember 2017, er maðurinn sagður hafa kýlt konuna sem þá var gengin átta mánuði á leið. Hlaut konan af árásinni mar og roða á kjálka og kinn.

Þrem dögum síðar, 6. nóvember, mun maðurinn hafa spennt upp bakdyrahurð á heimili ömmu konunnar þar sem konan dvaldi. Mun hafa komið til orðaskipta á milli fólksins fyrir utan húsið, að því er segir í ákærunni. Þar segir að maðurinn hafi hótað konunni með því að segja hana ógeðslega og að hann myndi gera henni lífið leitt það sem eftir væri.

Þá er hann sagður hafa ráðist að konunni er hún hélt á þriggja mánaða gömlum syni þeirra í fanginu, sest ofan á hana og beyglað fingur hennar á meðan hann hótaði að brjóta þá. Þá dró maðurinn hana, samkvæmt ákærunni, út úr herberginu á hendinni, reif í hár hennar og þrýst henni upp að hurð í þvottahúsi íbúðar þeirra. Enn og aftur hótaði maðurinn henni líkamsmeiðingum og lífláti áður en hann elti svo konuna út úr eldhúsi íbúðarinnar með hníf í hendi, felldi hana í jörðina og lagðist ofan á hana á meðan hann þrýsti hnífnum að líkama konunnar og hótaði henni ítrekað lífláti.

Af gögnum málsins að dæma var manninum meinað að nálgast konuna með nálgunarbanni. Það sama nálgunarbann er hann í ákærunni sagður hafa brotið með því að hafa ítrekað sent henni skilaboð og hringt í hana.

Í ákærunni eru skiptin sem hann hafði, eða reyndi að hafa samband við konuna, talin upp. Samkvæmt því sendi hann konunni 43 sms skilaboð og hringdi þrisvar.

Maðurinn hafði áður verið ákærður af Héraðssaksóknara fyrir fíkniefnalagabrot og fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, með því að stinga samfanga sinn á Kvíabryggju í lærið samtals sex sinnum með skærum sem hann hafði tekið í sundur. Sagt var frá skæraárás mannsins á vef DV í febrúar í fyrra. Páll Winkel fangelsismálastjóri staðfesti þá að um hættulega árás hafi verið að ræða. Sagði heimildarmaður DV þá að árásin hafi verið „hrottaleg“ og hafi komið í kjölfar „fyllerís“ hjá nokkrum föngum. Að sögn Páls eru árásir og hegðun af þessu tagi sjaldgæf í opnum fangelsum. Maðurinn var fluttur í lokað fangelsi strax sama dag. Hermdu heimildir DV jafnframt að árásarmaðurinn hafi kallað fórnarlamb sitt „skvíler“ og þannig gefið í skyn að fórnarlamb sitt hafi veitt yfirvöldum upplýsingar um hugsanleg afbrot.

Í ákærunni er brotaþoli sagður hafa hlotið þrjú stungusár á utanvert læri, eitt á utanverðan fótlegg og tvö grunn stungusár ofarlega á aftanvert læri.

Eins og fyrr segir er málið nú til umfjöllunar hjá Héraðsdómi Reykjaness þar sem aðilar málsins tókust meðal annars á um það hvort meintur ofbeldismaður þyrfti að víkja úr dómsal er fyrrverandi sambýliskona hans og barnsmóður bæri vitni í málinu. Sálfræðingur konunnar var meðal annars leiddur fyrir dóm. Sagði hann konuna hafa verið í samtalsmeðferð hjá sér vegna áfalla og tilfinningalegrar vanlíðunar í kjölfar sambúðar og samskipta við ákærða og að þinghaldið í héraðsdómi ylli brotaþola miklum kvíða. Óttaðist konan það jafnframt að það að mæta ákærða í dómsal gæti haft áhrif á viðkvæman sálrænan bata hennar.

Að teknu tillit til framburðar sálfræðings konunnar úrskurðaði dómari í héraðsdómi að maðurinn skyldi víkja úr réttarsal á meðan konan gæfi skýrslu fyrir dómi. Var nærvera mannsins sögð geta haft áhrif á framburð hennar og að hún yrði brotaþola „sérstaklega til íþyngingar.“ Úrskurði héraðsdóms var áfrýjað til Landsréttar af lögmanni meints ofbeldismanns. Landsréttur staðfesti í dag úrskurð héraðsdóms.

Konan mun því ekki þurfa að mæta meintum kvalara sínum við aðalmeðferð málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Kristján Berg veit betur núna og biðst afsökunar: „Það verður að hlúa betur að fólki með geðræn vandamál“

Kristján Berg veit betur núna og biðst afsökunar: „Það verður að hlúa betur að fólki með geðræn vandamál“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“
Fréttir
Í gær

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“
Fréttir
Í gær

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“
Fréttir
Í gær

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer
Fréttir
Í gær

Sundlaugargestir æfir yfir fyrirhuguðum breytingum: „Notið peningana í þarfari hluti“

Sundlaugargestir æfir yfir fyrirhuguðum breytingum: „Notið peningana í þarfari hluti“