Mánudagur 01.mars 2021
Fréttir

Nokkuð vel prentaðir falsaðir fimm þúsund kallar í umferð

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 27. janúar 2021 20:38

Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt nýrri tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu virðist peningafölsun færast nokkuð í vöxt. Hefur lögreglan fengi nokkur ný mál á stuttum tíma er varða falsaða 5.000 seðla. Segir lögreglan að fölsunin sé ekki vönduð en geti þó blekkt vandalausa og prentun á seðlunum sé þokkaleg. Lögreglan segir jafnframt frá því hvernig hægt er að þekkja falsaða seðla frá ófölsuðum:

„Seðlanna má auðveldlega þekkja af því á þá vantar nánast alla öryggisþætti.
Þeir sem eru að dreifa seðlunum reyna að gera það mest í verslunum, eins og bensínstöðvum, sjoppum, kaffihúsum eða hvers kyns verslunum. En það hafa líka komið upp önnur dæmi eins og einstaklingar sem eru að selja notaðar vörur eins og síma á netinu.
Svona mál koma upp af og til en núna er áberandi meira umfang og skipulag. Biðlum við því til fólks að kynna sér hvernig þekkja má alvöru seðla frá fölsuðum og viljum líka benda á að það má kaupa penna í ritfangavöruverslunum sem skrifa má með á peninga og ef það kemur litur þá er seðillinn falsaður. Þessa penna má líka nota á erlenda seðla.
Þó að það séu 5.000 kr. seðlar sem við erum að sjá mest af þá biðjum við fólk einnig um að vera á varðbergi með aðrar seðlastærðir sem og erlenda seðla. Það hafa komið upp mál þar sem erlendir seðlar eru falsaðir.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Icelandair vill að framlínustarfsfólk í flugi njóti forgangs í bólusetningu

Icelandair vill að framlínustarfsfólk í flugi njóti forgangs í bólusetningu
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Grunaður um ölvun við akstur – Ók út af Þingvallavegi

Grunaður um ölvun við akstur – Ók út af Þingvallavegi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sparkaði í löggubíl með dóp í vasanum – Vann sér inn nótt í steininum

Sparkaði í löggubíl með dóp í vasanum – Vann sér inn nótt í steininum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Útvarpsstjóri segir klámfengið tíst tilefni 30 sekúndra tafar á beinum útsendingum – Enn ekkert tjáð sig um Gettu betur atvikið

Útvarpsstjóri segir klámfengið tíst tilefni 30 sekúndra tafar á beinum útsendingum – Enn ekkert tjáð sig um Gettu betur atvikið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Ósvífið og sjaldséð brot“ þjálfara á Íslandi – „Hlægileg hegðun og eitthvað sem var ekki í lagi“

„Ósvífið og sjaldséð brot“ þjálfara á Íslandi – „Hlægileg hegðun og eitthvað sem var ekki í lagi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Stór jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu

Stór jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu