Mánudagur 08.mars 2021
Fréttir

Kári róar þjóðina – Við getum ráðið við bresku veiruna

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 26. janúar 2021 21:35

Kári Stefánsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ótti ríkir gagnvart nýjum og nýlegum afbrigðum kórónuveirunnar sem talin eru geta verið meira smitandi en þau afbrigði veirunnar sem lengst af var glímt við. Mest er þar rætt um breska afbrigðið, eða bresku veiruna. Hún hefur greinst hér á landamærum og eitthvað í innanlandssmitum, en ekki breiðst út.

Í kvöldfréttum RÚV var rætt við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, en vegna starfs þess fyrirtækis búa Íslendingar við þann lúxus að veirur úr öllum smitum sem eru greind eru raðgreindar. ÍE hefur annast þetta og þannig hefur verið hægt að bera kennsl á ólíkar tegundir veirunnar og öðlast skilning á því hvert ólík afbrigði veirunnar hafa dreift sér.

Kári segir að það sé engan veginn sannað að breska afbrigðið sé miklu meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar. Stjórnmálamenn hafi tilhneigingu til að ýkja varfærin ummæli vísindamanna um þessi mál. En þó að svartsýnustu spár manna um smitnæmi bresku veirunnar reyndust réttar þá telur Kári að Íslendingar geti vel ráðið við að halda henni í skefjum. Sóttvarnaaðgerðir hér á landi hafi hingað til dugað til að halda faraldrinum vel í skefjum á meðan hann blossi upp í hæstu hæði í nágrannalöndum okkar.

Sífellt fleiri tilfelli bresku veirunnar greinast hérlendis, oftast á landamærum, en „við höfum samt ekki séð hana breiðast út eins og eld í sinu,“ segir Kári. „Hún virðist ekkert vera erfiðari að hemja heldur en önnur form af þessari veiru, að minnsta kosti í okkar höndum.“

„Við höfum mjög skynsamlegar ráðstafanir á landamærum sem hafa dugað til að halda þessu landi hreinu. Koma þessarar bresku veiru, þessa breska afbrigðis, til landsins hefur ekki breytt því. Þannig að ég held að þrátt fyrir þetta breska afbrigði og þrátt fyrir það að svartsýnustu skoðanir manns á þessu breska afbrigði reyndust vera réttar þá kunnum við aðferðir sem eiga að vera nægilega góðar til þess að halda henni í skefjum. Það er ósköp einfalt,“ sagði Kári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hryllingsárásin á Kanaríeyjum – Utanríkisráðuneytið hefur boðið fram aðstoð sína

Hryllingsárásin á Kanaríeyjum – Utanríkisráðuneytið hefur boðið fram aðstoð sína
Fréttir
Í gær

Ekki hlustað á konur með endómetríósu – Sláandi frásagnir íslenskra kvenna

Ekki hlustað á konur með endómetríósu – Sláandi frásagnir íslenskra kvenna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar Kára og Margrét Tryggva takast á um „slaufunarmenningu“ – „Myndi hlusta á dætur þínar og eyða þessu“

Einar Kára og Margrét Tryggva takast á um „slaufunarmenningu“ – „Myndi hlusta á dætur þínar og eyða þessu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhannes Stefánsson uppljóstrari lýsir morðtilraun og segist þurfa á peningum að halda – Eitrunarmiðstöð LSH kannast ekki við óþekktar eitranir

Jóhannes Stefánsson uppljóstrari lýsir morðtilraun og segist þurfa á peningum að halda – Eitrunarmiðstöð LSH kannast ekki við óþekktar eitranir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar minnist Eyþórs – „Merkasta hvunndagshetja sem Ísland hefur alið“

Einar minnist Eyþórs – „Merkasta hvunndagshetja sem Ísland hefur alið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

130 milljónir endurgreiddar á fyrstu tveimur mánuðum ársins

130 milljónir endurgreiddar á fyrstu tveimur mánuðum ársins
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mjólkursamsalan leyndi mikilvægu gagni af ásetningi og fær stóra sekt í bakið

Mjólkursamsalan leyndi mikilvægu gagni af ásetningi og fær stóra sekt í bakið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Verkstjóri fær ekki bætur eftir að mótor féll á höfuð hans – Lögregla og sjúkralið komu á vettvang

Verkstjóri fær ekki bætur eftir að mótor féll á höfuð hans – Lögregla og sjúkralið komu á vettvang