fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Guðmundur Magnússon jarðsettur í dag – Þekktir Íslendingar minnast frábærs kennara

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 26. janúar 2021 18:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Magnússon, kennari og leiðsögumaður, var jarðsettur í dag en útför hans var frá Grensáskirkju.

Guðmundur náði 84 ára aldri en hann fæddist í Reykjavík 11. ágúst 1936 og lést á hjúkrunarheimilinu Seltjörn á Seltjarnarnesi þann 16. janúar síðastliðinn.

Hann starfaði sem leiðsögumaður bæði á Íslandi og erlendis en afar margir minnast hans sem kennara í Hagaskóla þar sem hann starfaði í um fjóra áratugi. Fjölmiðlamennirnir þekktu, Egill Helgason og Illugi Jökulsson, minnast Guðmundar með skemmtilegum pistlum á Facebook í dag. Egill skrifar:

„Guðmundur var í hópi prýðilegra kennara sem voru í Hagaskóla þegar við Illugi vorum þar dálítið óstyrilátir nemendur. Ég var hræðilega lélegur í teikningu (eins og það hét þá) og okkur Guðmundi lenti saman út af stórmáli: Við áttum að teikna víkinga. Ég hélt því fram að ekki hefðu verið horn á hjálmum víkinga, mér fannst Guðmundur segja að það hefðu verið horn – en ég held hann hafi aðallega sagt að það skipti ekki svo miklu máli. Ég var ófær um að teikna víking með eða án horna og er enn – en Guðmundur var mikilsverður maður sem hafði afar gott lag á að umgangast okkur krakkana og naut mikilla vinsælda meðal nemenda.“

Illugi segir að Guðmundur hafi frelsað sig undan nákvæmni:

„Guðmundur var myndlistarkennarinn minn í Hagaskóla. Ég var þó nokkuð flinkur að teikna en Guðmundi fannst myndirnar mínar frekar stirðlegar. „Prófaðu að teikna eina mynd án þess að lyfta nokkurn tíma blýantinum frá blaðinu,“ sagði hann, og ég hlýddi og frelsaðist algjörlega undan nákvæmninni, og það varð svo miklu skemmtilegra að teikna. Guðmundur var bæði fjörugur og hugmyndaríkur kennari. Ég votta fólkinu hans samúð og virðingu.“

Eyvindur Karlsson, rithöfundur, þýðandi og uppistandari minnist landafræðitíma Guðmundar:

„Hann kenndi mér landafræði. Frábærlega skemmtilegur kennari, og við trúðum aldrei orði sem hann sagði því sögurnar voru svo ótrúlegar. En það skipti engu máli, enda á góð saga aldrei að gjalda sannleikans.“

DV sendir samúðarkveðjur til aðstandenda Guðmundar Magnússonar.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þorgils vill erfðafjárskattinn burt: „Einhver ranglátasti skattur sem lagður er á í dag“

Þorgils vill erfðafjárskattinn burt: „Einhver ranglátasti skattur sem lagður er á í dag“
Fréttir
Í gær

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð
Fréttir
Í gær

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”
Fréttir
Í gær

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi
Fréttir
Í gær

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni
Fréttir
Í gær

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“