fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Iðnaðarmenn að störfum að næturlagi – Drasl á akbraut

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 25. janúar 2021 05:08

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klukkan 00.41 var lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt um iðnaðarmenn sem væru að störfum í vesturbæ Reykjavíkur og fylgdi framkvæmdum þeirra töluverður hávaði sem truflaði nágranna.  Á áttunda tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um töluvert af drasli á Vesturlandsvegi fyrir ofan Ártúnsbrekku og var það sagt loka tveimur af þremur akreinum. Þegar lögreglan kom á vettvang skömmu síðar var búið að fjarlægja draslið.

Árekstur varð í Bústaðahverfi á sjötta tímanum í gær, engin slys urðu á fólki en bifreiðarnar voru óökufærar og þurfti að fjarlægja þær með dráttarbifreið.

Á fyrsta tímanum í nótt fékk leigubifreiðastjóri aðstoð í Hlíðahverfi en viðskiptavinur vildi ekki greiða áfallið aksturgjald.

Á tíunda tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um þjófnað úr verslun í Breiðholti. Þar voru unglingar að verki og var málið afgreitt með aðkomu forráðamanna þeirra. Á þriðja tímanum í nótt var akstur ökumanns stöðvaður í Breiðholti en sá reyndist vera sviptur ökuréttindum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð
Fréttir
Í gær

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“