Miðvikudagur 03.mars 2021
Fréttir

Eitt innanlandssmit í gær – Lægsta tíðni nýgengi smita síðan í júlí

Heimir Hannesson
Mánudaginn 25. janúar 2021 10:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt smit greindist innanlands í gær og stendur tíðni 14 daga nýgengi innanlandssmita á hverja 100.000 íbúa nú í 9.3. Það er það lægsta sem það hefur verið síðan um miðjan júlí.

Til viðbótar innanlandssmitinu eina greindust fjögur smit á landamærunum í gær. Af þeim reyndust tvö smit virk en hinir tveir einstaklingarnar bíða nú eftir niðurstöðum úr mótefnamælingu.

Samkvæmt tölfræði á Covid.is hafa nú 4.546 verið bólusettur fyrir Covid-19, 64 eru í einangrun með virk smit og 17 á sjúkrahúsi. Umtalsverður fjöldi virkra smita í dag greindist á landamærunum og telja því ekki sem innanlandssmit.

128 einstaklingar eru í sóttkví hér á landi, samkvæmt sömu tölum.

Staðfest smit eru nú 5.990 frá því að faraldurinn hófst í lok febrúar á síðasta ári.

Reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar tók gildi 13. janúar síðastliðinn og gildir til 17. febrúar. Þó er ekki loku fyrir það skotið að henni verði breytt af ráðherra fyrir þann tíma. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur þó sagt að stíga þurfi varlega til jarðar þó tölur undanfarinna daga gefi vísbendingu um að þessi bylgja faraldursins sé í rénun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Enn skelfur Reykjanesskaginn – Skjálfti upp á 4,4

Enn skelfur Reykjanesskaginn – Skjálfti upp á 4,4
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Kýldi öryggisvörð í andlitið – Gripdeild í miðborginni

Kýldi öryggisvörð í andlitið – Gripdeild í miðborginni
Fréttir
Í gær

Rauðagerðismorðið: Einn í farbann

Rauðagerðismorðið: Einn í farbann
Fréttir
Í gær

Dæmdir til að borga upp feitan yfirdrátt – Bensinn og loftpessurnar dugðu skammt

Dæmdir til að borga upp feitan yfirdrátt – Bensinn og loftpessurnar dugðu skammt