Þriðjudagur 09.mars 2021
Fréttir

Tölvuþjófurinn úr þinghúsinu laus úr haldi með ökklaband – Kennir Trump um athæfi sitt

Heimir Hannesson
Föstudaginn 22. janúar 2021 10:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin 22 ára gamla Riley Williams er nú laus úr haldi eftir að hafa verið handtekin á mánudaginn. Konan gaf sig þá fram við lögreglu vegna handtökuskipunar sem FBI hafði gefið út á hendur henni. Williams hefur verið ákærð fyrir ýmis afbrot er tengjast óeirðunum á Capitol hæð í Washingtonborg þann 6. janúar síðastliðinn. Snúa þær að þjófnaði, óspektum á almannafæri og að trufla störf stjórnvalda.

Handtökuskipunin, hins vegar, var gefin út í tengslum við rannsókn FBI á ásökunum fyrrverandi kærasta Williams um að hún hafi ætlað sér að selja fartölvuna sem hún stal af skrifstofu Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar, í óeirðunum. Er hún sögð hafa ætlað að senda hana til rússnesks vinar síns sem ætlaði svo að selja tölvuna til rússnesku leyniþjónustunnar.

Williams er nú, sem fyrr segir, laus úr haldi og mun móðir hennar bera ábyrgð á henni auk þess sem Williams þarf að bera ökklaband á sér með staðsetningarbúnaði og hefur verið gert að sæta farbanni.

Málaferlin ríkisins gegn henni halda áfram eftir helgi og þarf hún að mæta í réttarsal strax á mánudaginn á ný. Fréttaveitan AP segir frá því að dómarinn hafi látið býsna þung orð falla við uppkvaðningu úrskurðar síns í gær. „Alvarleiki afbrotanna er mikill,“ sagði dómarinn.

Lögmaður Williams, Lori Ulrich, sagði við uppkvaðninguna að kærastinn fyrrverandi er ekki trúverðugt vitni í málinu og ásakanir hans séu uppblásnar og ýktar. Þá sagði lögmaðurinn að kærastinn hafi beitt Williams ofbeldi, en fór ekki nánar í þær sakir.

Þá vöktu orð Ulrich um aðkomu Donalds Trumps að afbrotum Williams athygli: „Það er óheppilegt að Williams hafi bitið á agn Trumps og farið inn í þinghúsið.“ Þykja orðin benda til þess að málsvörn Williams muni snúast, að einhverju leyti hið minnsta, að því að skýla sér á bak við orð Trumps fyrr um morguninn þann 6. janúar, þar sem hann hvatti mótmælendur til þess að láta öllum illum látum við þingið.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Um 500 skjálftar á Reykjanesskaga í nótt

Um 500 skjálftar á Reykjanesskaga í nótt
Fréttir
Í gær

Karlmaður og sex ára barn slösuðust í fjöldaárekstrinum í gær

Karlmaður og sex ára barn slösuðust í fjöldaárekstrinum í gær
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mikil skjálftavirkni en enginn gosórói

Mikil skjálftavirkni en enginn gosórói
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Barði bíla með hamri

Barði bíla með hamri
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Yfirlýsing frá Öglu gosgerð vegna Jesúlaðis

Yfirlýsing frá Öglu gosgerð vegna Jesúlaðis
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kalla Árbæjarsafn „Árbæjar-Gúlag“

Kalla Árbæjarsafn „Árbæjar-Gúlag“