fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Landamærasmitunum fækkar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 21. janúar 2021 11:04

Þórólfur Guðnason. Mynd: Fréttablaðið/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjögur innanlandssmit af Covid-19 greindust í gær, þar af voru tveir í sóttkví. Aðeins tvö landamærasmit greindust sem eru ánægjuleg tíðindi eftir mörg landamærasmit undanfarið.

Um 600 sýni voru tekin innanlands í gær. Þrír liggja á Landspítalanum með virkt smit og 15 með óvirkt smit. Enginn er á gjörgæslu.

Í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi dagsins kom fram að ekki mætti búast við frekari afléttingum á takmörkunum á næstunni. Það væri ánægjulegt hvað fá smit væru að greinast en enn væru að greinast innanlandssmit utan sóttkvíar sem sýndi að veiran væri enn virk í samfélaginu. Aðeins ein vika væri síðan síðustu afléttingar tóku gildi en nýjasta reglugerð gildir til 17. febrúar. Árangur af aðgerðum komi vanalega ekki í ljós fyrr en einum til tveimur vikum síðar.

Uppfærð dreifingaráætlun frá bóluefnaframleiðandanun Pfizer liggur fyrir og verða komnir 50.000 skammtar af bóluefni í lok mars. Dreifingaráætlun eftir það liggur ekki fyrir.

5.000 sjúklingar á dvalarheimilum og framlínustarfsfólk fengu aðra bólusetningu sína í þessari viku og á næstunni fá 3.000 einstaklingar í elsta aldurshópi sína fyrstu bólusetningu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt