fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fréttir

Mannanafnanefnd aftur farin á stjá – Sótt um Aquamann og Viðey

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 21. janúar 2021 15:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mannanafnanefnd hafnaði á mánudaginn ósk um að skrá Aquamann í bækur nefndarinnar. Óheimilt verður því að nefna sig eða börn sín því nafni. Segir í úrskurði nefndarinnar þar sem nafninu er hafnað að ritháttur nafnsins sé ekki í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls þar sem q er ekki hluti af íslenska stafrófinu og u er ekki ritað á undan a í ósamsettum orðum í íslensku. Þá er ekki heldur hefð fyrir nafninu, heitir enginn maður þessu nafni í þjóðskrá.

Nóg hefur verið að gera hjá nefndinni á fyrsta fundi sínum á þessu ári, en hún hafnaði sjö nöfnum og samþykkti eitt. Listi yfir beiðni um nöfn sem nefndin hafnaði er svohljóðandi:

  • Alia – Nefndin hafnaði því þar sem Alía er þegar á mannanafnaskrá sem eiginnafn.
  • Alaia – Hafnað þar sem Alaía er þegar á mannanafnaskrá sem kvenkynsnafn.
  • Alpha – Hafnað.
  • Aquamann – Hafnað.
  • Leah – Hafnað sem eiginnafni og millinafni.
  • Esjarr – Hafnað.
  • Ailsa – Hafnað.

Til þess að samþykkja nöfn á mannanafnaskrá þarf nafnið að uppfylla viss skilyrði. Það þarf að geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. Þá má nafnið ekki brjóta í bága við íslenskt málkerfi og vera ritað í samræmi við ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. Enn fremur má nafnið ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama. Nöfnunum Satanía og Hel var til dæmis hafnað á þeim forsendum.

Til þess að nafn vinni sér hefð í íslensku máli þarf það að fullnægja einu af eftirfarandi skilyrði, samkvæmt úrskurði nefndarinnar.

  1. Það er nú borið af a.m.k. 15 Íslendingum;
  2. Það er nú borið af 10–14 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 30 ára aldri;
  3. Það er nú borið af 5–9 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 60 ára aldri;
  4. Það er nú borið af 1–4 Íslendingum og kemur þegar fyrir í manntalinu 1910 eða 1920;
  5. Það er ekki borið af neinum Íslendingi nú en kemur a.m.k. fyrir í tveimur manntölum frá 1703–1920.

Nefndin samþykkti aðeins eina beiðni á fundi sínum og hefur kvenkyns nafninu Viðey nú verið fært á mannanafnaskrá.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Bretar vilja láta Úkraínu fá nýtt ofurvopn – Myndband

Bretar vilja láta Úkraínu fá nýtt ofurvopn – Myndband
Fréttir
Í gær

Rúmlega 100 sýnendur taka þátt á Verk og vit

Rúmlega 100 sýnendur taka þátt á Verk og vit
Fréttir
Í gær

Umboðsmaður barna á móti frumvarpi um hækkun kynferðislegs lágmarksaldurs – Ekkert samráð við börnin sjálf

Umboðsmaður barna á móti frumvarpi um hækkun kynferðislegs lágmarksaldurs – Ekkert samráð við börnin sjálf