Mánudagur 08.mars 2021
Fréttir

Aðgerðir lögreglu vegna skiltis í Árbænum vekja athygli – „Bjarni Ben er aðalbófinn“ – „Samsæriskenningar um allan andskotann“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 21. janúar 2021 14:00

Til vinstri: Mynd af lögreglu úr safni - Til hægri: Skjáskot úr myndbandinu af skiltinu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Engeyingar eru þjófahyski. Bjarni Ben er aðalbófinn,“ stóð á skilti sem staðsett var á hringtorgi í Árbænum í gær.

Maður nokkur deildi myndbandi af skiltinu í Facebook-hópinn Pírataspjallið en sagði þó að skiltið hafi verið fjarlægt skömmu eftir að hann tók upp myndbandið. „Rakst á þetta skilti í Hraunbænum áðan. 3 mínútum síðar kom löggan brunandi með blá ljós og voru ekki lengi að taka skiltið inn í bíl!“ sagði maðurinn og birti annað myndband þar sem sjá mátti lögreglubíl með blá ljós við hringtorgið.

Færslan hefur vakið athygli innan Facebook-hópsins en þar segja margir að svipuð skilti megi oft sjá víðsvegar um borgina. „Sambærileg skilti dúkka reglulega upp á Miklubrautinni við Lönguhlíð,“ segir einn í athugasemd við færsluna. „Alla leið í Vesturbænum líka. Sá einu sinni einhvern Range Rover stoppa á miðjum vegi til að rífa það niður,“ segir svo annar.

Nokkrir komu með ábendingar til þeirra sem setja upp skiltin og sögðu hvernig hægt sé að festa skiltin betur. „Mæli með að bora afar nett göt gegnum tréspýturnar og vera með nóg af dragböndum,“ sagði einn. „Stærra letur. Annars er bara slysahætta ef maður þarf að hægja á sér og fara nokkra hringi til að lesa,“ sagði annar.

„Kylfusveinar Sjálfstæðisflokksins hugsa vel um flokkinn sinn“

Einhverjir innan hópsins voru ósáttir með viðbrögð lögreglunnar í málinu og sögðu hana vera að hugsa um sína. „Já kylfusveinar Sjálfstæðisflokksins hugsa vel um flokkinn sinn. Það þarf að fara stoppa þessa svokölluðu íslensku lögregu sem er búin að sjá um sérhagsmuna gæslu fyrir Sjálfstæðisflokkinn alla tíð,“ skrifaði einn. „Tjáningarfreslis lögreglan…“ skrifaði annar. „Sjáið fyrir hvern lögreglan vinnur, ef ekki fyrir eyturlifjakónga þá fyrir spillt stjónrmálahyski,“ sagði svo enn annar.

Maður nokkur gerði svo grín að snöggum viðbrögðum lögreglu í þessu máli. „Eftir tilkynningu til lögreglu tekur 10 mínútur að bregðast við útkallinu þar til að búið er að taka niður skiltið sem er fanta góður viðbragðstími. Löggan getur verið stolt af þessu vel unna verki, spurning hvort Víkingasveitin hafi unnið þetta einstaka hetju verk? Hvenær skyldu þeir ná þessum stór hættulega glæpamanni? Skyldu allir skiltagerðamenn bæjarins liggja undir grun?“

„Ég veit það ekki“

Þegar blaðamaður hafði samband við Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, upplýsingafulltrúa lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, vegna atviksins var fátt um svör. Blaðamaður spurði hvort það væri algengt að lögreglan mæti á vettvang til að fjarlægja mótmælaskilti eða þá hvort það sé í hennar verkahring. „Ég veit það ekki, ég hef bara ekki skoðað það,“ sagði Gunnar Rúnar og sagði blaðamanni að tala við Elínu Agnesi Kristínardóttur, aðstoðaryfirlögregluþjón og stöðvarstjóra á lögreglustöðinni á Vínlandsleið í Árbænum.

„Ég hef bara ekki heyrt af þessu máli ef ég á að segja alveg eins og er,“ sagði Elín Agnes í samtali við blaðamann um málið. Hún sagði að líklegast hafi skiltið verið tekið því ekki eiga að vera önnur skilti en umferðarmerki á hringtorgum. „Mér finnst það nú líklegt, það á að vera ákveðin sýn á hringtorgum. Ég geri ráð fyrir því að málið snúist um það en ekki það sem stendur á skiltinu. Við getum búið til samsæriskenningar um allan andskotann en ég er ekki að fara þangað í dag,“ sagði Elín Agnes.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íslendingur sakaður um morð á fjölskyldu – Vinkona myrtu stúlkunnar trúir á sakleysi hans

Íslendingur sakaður um morð á fjölskyldu – Vinkona myrtu stúlkunnar trúir á sakleysi hans
Fréttir
Í gær

Talin hafa brotið lög en samt sýknuð – Fór með tvö börn sín úr landi án samþykkis feðranna

Talin hafa brotið lög en samt sýknuð – Fór með tvö börn sín úr landi án samþykkis feðranna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mikil skjálftavirkni en enginn gosórói

Mikil skjálftavirkni en enginn gosórói
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Barði bíla með hamri

Barði bíla með hamri