fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Kaupfélag Skagfirðinga heldur áfram að hjálpa þeim sem eiga um sárt að binda – 90 þúsund máltíðir fyrir jól

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 20. janúar 2021 17:33

Kaupfélag Skagfirðinga. Mynd: Pjetur Sigurðsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kaupfélag Skagfirðinga á Sauðárkróki hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem fram kemur að fyrirtækið ætli að halda áfram að veita þeim matvælaaðstoð sem hafa lent í erfiðleikum vegna atvinnumissis í kórónaveirufaraldrinum.

Fyrir jólin gaf kaupfélagið um 90 þúsund máltíðir og aðstoð við þessar mörgu fjölskyldur verður framlengd fyrir páskana, eins og kemur fram í tilkynningunni:

„Kaupfélag Skagfirðinga hefur ákveðið að framlengja fram yfir páska matvælaaðstoð sína við þá sem eiga í erfiðleikum vegna atvinnumissis af völdum COVID-19 faraldursins eða fjárhagsvanda af öðrum ástæðum. Matargjafir félagsins fyrir jólin, alls um 90 þúsund máltíðir sem dreift var með milligöngu hjálparstofnana, komu sér víða vel en vandinn er enn til staðar. KS hefur þess vegna tekið ákvörðun um að halda áfram á sömu braut í samstarfi við Fjölskylduhjálp Íslands, Hjálparstofnun kirkjunnar, Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur og aðra staðbundna aðila.

Fyrirkomulag varðandi dreifingu matvælanna verður með sama hætti og fyrr. Framangreindar hjálparstofnanir annast úthlutun og hver máltíð verður sem fyrr samsett af íslenskum matvælum sem einkum eiga uppruna sinn í framleiðslu kaupfélagsins og dótturfélaga þess.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“