Þriðjudagur 02.mars 2021
Fréttir

Afleitur sóknarleikur í tapi gegn Sviss – Logi Geirsson ósáttur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 20. janúar 2021 16:08

Skjáskot RÚV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland tapaði gegn Sviss í fyrsta leik í milliriðli á HM í Egyptalandi, 18-20. Slakur sóknarleikur og hræðileg færanýting urðu Íslandi að falli í leiknum, sem var þó hnífjafn allan tímann. Sviss leiddi þó mestan hluta leiksins en staðan í hálfleik var 10:9 fyrir Sviss.

Ef það var ekki ljóst fyrir er það engum hulið sem sá þennan leik að íslenska landsliðið, sem er í uppbyggingarfasa, á enn mjög langt í land með að komast í allra fremstu röð.

Björgvin Páll Gústafsson markvörður var besti maður liðsins, hann stóð í markinu í um 2/3 hluta leiksins og varði 11 skot. Auk þess skoraði hann 2 af 18 mörkum liðsins.

Ólafur Guðmundsson var markhæstur með 4 mörk. Þess má geta að Ísland fékk tvö víti dæmd í leiknum og klúðruðust bæði auk fjölda dauðafæra, en Portner, markvörður svissneska liðsins, varði 14 skot.

Logi Geirsson, handboltasérfræðingur RÚV, sagði að þetta væri einn versti landsleikur sem hann hefði séð. „Gummi tapaði þessari skák,“ sagði Logi og taldi að landsliðsþjálfarinn hefði ekki haft neinar lausnir í leiknum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Segir að kanna þurfi möguleika á gosi

Segir að kanna þurfi möguleika á gosi
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Steypusprungan lengist á meðan skjálftarnir ganga yfir

Steypusprungan lengist á meðan skjálftarnir ganga yfir
Fréttir
Í gær

Jón Ívar vill breytingu á bólusetningum til að flýta endalokum heimsfaraldursins

Jón Ívar vill breytingu á bólusetningum til að flýta endalokum heimsfaraldursins
Fréttir
Í gær

Icelandair vill að framlínustarfsfólk í flugi njóti forgangs í bólusetningu

Icelandair vill að framlínustarfsfólk í flugi njóti forgangs í bólusetningu
Fréttir
Í gær

Hefndi sín duglega á Tinder „matchinu“ – Bauð eiginkonu hans með á stefnumótið

Hefndi sín duglega á Tinder „matchinu“ – Bauð eiginkonu hans með á stefnumótið
Fréttir
Í gær

2 ára fangelsi fyrir nauðgun á hóteli varð að sýknu – Sagði manninn „margoft“ hafa haft samfarir við sig sofandi

2 ára fangelsi fyrir nauðgun á hóteli varð að sýknu – Sagði manninn „margoft“ hafa haft samfarir við sig sofandi