Þriðjudagur 02.mars 2021
Fréttir

Loftur lager kemur út á dánarafmæli Lofts Gunnarssonar

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 19. janúar 2021 10:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mói ölgerðarfélag, Ægir brugghús og Minningarsjóður Lofts Gunnarssonar hafa tekið höndum saman og munu á morgun 20. janúar, á dánarafmæli Lofts, gefa út bjórinn Loft. Allur ágóði af sölu bjórsins mun renna óskiptur í minningarsjóðinn sem vinnur að bættum hag heimilislausra og jaðarsettra hópa.

Í tilkynningu frá aðstandendum minningarsjóðsins segir að Loftur hafi látist langt fyrir aldur fram þann 20. janúar 2012 úr magasári sem alla jafna er auðvelt að lækna ef meðhöndlað í tæka tíð. Loftur var einn þeirra sem lifði sínu lífi utangarðs, eins og sagt er. Segir í tilkynningunni:

Hann var andlit sem margir, sem áttu leið um miðbæ Reykjavíkur þekktu. Hann var einn af þeim sem oft sáust mæla göturnar í höfuðborginni, auðþekkjanlegur af hávöxnum líkama, fallegum himinbláum augum, miklu skeggi, hermannajakkanum skrautlega, mörgum húðflúrum og breiðu og stóru brosi. Hann var alltaf líklegur til að kasta kveðju á náungann, er hann mætti honum, og hélt svo áfram sína leið. Falleg sál í litríkum umbúðum. Hjartahlýr og örlátur á það litla sem hann átti. Allir voru jafnir í hans huga og hann sá alltaf það besta og bjarta í fólki.

Undir þessi orð taka all flestir sem rákust á Loft í sínu daglega lífi. Verslunarfólk og veitingamenn í miðbænum muna all flestir eftir Lofti og svipnum sem hann setti á bæinn.

Í kjölfar andláts hans árið 2012 stofnuðu fjölskylda og vinir Lofts minningarsjóð í hans nafni og hefur sjóðurinn síðan þá, í samstarfi við Reykjavíkurborg, VOR-Teymið og úrræði fyrir heimilislausa svo sem gistiskýlin og konukot verið áberandi í umræðunni um málefni heimilislausra. Sjóðurinn hefur nýtt fjármuni sína í að kaupa rúm, sjónvörp, húsgögn, fatnað og fleira í þau úrræði sem eru til staðar, að því er segir í tilkynningunni. „Á síðasta ári ári keypti sjóðurinn húsgögn og margt fleira inn í gistiskýlið á Lindargötu, keypti rúm og tæki inn í nýju smáhýsin í Gufunesi og styrkti hið mikilvæga verkefni Frú Ragnheiði um 4 milljónir til kaups á nýjum bíl. Frá upphafi þá hefur sjóðurinn ráðstafað yfir 20 milljónum til bæta aðbúnaðinn við hópinn.“

Þar segir jafnframt að fjöldi heimilislausra hefur nær tvöfaldast á síðustu fimm árum.

Gunnar Hilmarsson, einn aðstandandi Minningarsjóðs Lofts Gunnarssonar segir í samtali við blaðamann DV uppátækið klárlega öðruvísi og sumum gæti vel fundist það skjóta skökku við að gefa út áfengan drykk til stuðnings málefnis af þessu tagi. „En þetta er eitthvað sem við hugsuðum vel. Við spurðum okkur: Hvað myndi Loftur gera? Hvað myndi honum finnast? Og honum hefði alltaf fundist þetta skemmtilegt.“

Gunnar segir jafnframt útgáfa bjórsins tækifæri til þess að líta á þessa hluti í víðara samhengi. „Við ættum frekar að horfa á þetta þannig að verið er að selja bjór alla daga ársins í ríkinu og á veitingastöðum og ekkert af því rennur til góðs málefnis eða kynningu á þessu málefni. Við verðum að nálgast þetta af fordómaleysi,“ segir Gunnar.

Bjórinn verður fáanlegur í verslunum ÁTVR í Heiðrúnu, Skútuvogi, Garðabæ og Stekkjarbakka auk þess sem hann verður til staðar á völdum veitingastöðum á krana frá og með morgundeginum. Umbúðirnar eru jafnframt eftirtektarverðar, en þær skarta teiknaðri mynd af Lofti sjálfum. Mynd af dósunum má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Rauðagerðismorðið: Einn í farbann

Rauðagerðismorðið: Einn í farbann
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Dæmdir til að borga upp feitan yfirdrátt – Bensinn og loftpessurnar dugðu skammt

Dæmdir til að borga upp feitan yfirdrátt – Bensinn og loftpessurnar dugðu skammt
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

„Ofsahræðsla og ábyrgðarleysi“ segir Brynleifur – „Þetta er komið út í al­gjöra þvælu“

„Ofsahræðsla og ábyrgðarleysi“ segir Brynleifur – „Þetta er komið út í al­gjöra þvælu“
Fréttir
Í gær

Þórólfur ekki hrifinn af hugmynd Jóns Ívars – „Menn geta haft allskonar mismunandi skoðanir á þessu“

Þórólfur ekki hrifinn af hugmynd Jóns Ívars – „Menn geta haft allskonar mismunandi skoðanir á þessu“
Fréttir
Í gær

Albert spilaði allan leikinn í sigri – Enginn Mikael í Íslendingaslagnum

Albert spilaði allan leikinn í sigri – Enginn Mikael í Íslendingaslagnum
Fréttir
Í gær

Enn einn skjálftinn ofan í kvöldmatinn – Höggið fannst víða um suðvesturhornið – Rúmlega 4 að stærð

Enn einn skjálftinn ofan í kvöldmatinn – Höggið fannst víða um suðvesturhornið – Rúmlega 4 að stærð