Þriðjudagur 09.mars 2021
Fréttir

Íslensk kona sækir um skilnað frá týndum manni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 19. janúar 2021 13:48

Samsett mynd DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslensk kona á fimmtugsaldri hefur stefnt manni á svipuðum aldri til lögskilnaðar. Hjónin giftust í ágúst árið 2018 en í desember 2019 slitu þau samvistum. Síðan þá hefur konan árangurslaust reynt að hafa uppi á manninum en hún hefur hvorki heyrt hann né séð þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Stefna konunnar er birt í Lögbirtingablaðinu. Hvorki konan né lögfræðingur hennar vilja tjá sig um málið og vart þarf að taka fram að DV hefur ekki tekist að ná sambandi við manninn. Telur konan að maðurinn sé farinn af landinu en veit ekki hvar hann heldur til. Hann kom hingað sem hælisleitandi og hefur ekki íslenska kennitölu. Á Facebook-síðu mannsins kveðst hann vera frá Reykjavík og hafa stundað nám í Menntaskólanum í Reykjavík.

Konan óskaði eftir skilnaði að borði og sæng en Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu vísaði málinu frá. Ástæða frávísunarinnar var sú að sýslumaður gat ekki átt lögsögu í skilnaðarmálinu þar sem krafa um skilnað hafði ekki borist frá eiginmanninum. Hann hafði ekki óskað eftir skilnaði og hafði ekki haft samband vegna málsins. Maðurinn er ekki með lögheimili á Íslandi né þekktan dvalarstað. Af þeirri ástæðu gat sýslumaður ekki veitt leyfi til skilnaðar þar sem ekki lá fyrir samþykki eiginmannsins týnda.

Í stefnunni segir að samkvæmt hjúskaparlögum eigi fólk í hjúskap skýlausan rétt á að fá skilnað að borði og sæng ef það telja sig ekki geta haldið áfram í hjúskap. Engu að síður synjaði sýslumaður konunni um um skilnað að borði að sæng en hér stefnir hún til lögskilnaðar.

Samkvæmt hjúskaparlögum geta dómstólar ekki veitt skilnað nema fyrir liggi samkomulag milli hjóna um fjárskipti eða opinber skipti séu hafin vegna fjárskipta. Ekki er hægt að ná slíku samkomulagi í þessu máli þar sem maðurinn finnst ekki. Konan lýsir yfir eignaleysi og málið er rekið sem gjafsóknarmál. Telur konan ljóst að engin eign sé til staðar sem maðurinn geti gert tilkall til. Og þar sem hann kom til landsins  sem hælisleitandi  megi leiða líkur að því að engin eign sé til staðar hjá honum til að gera tilkall til.

Lögmaður konunnar hefur einnig gert árangurslausar tilraunir til að hafa uppi á manninum

Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 18. febrúar næstkomandi. Auk stefnunnar birtist í Lögbirtingablaðinu fyrirkall þar sem manninum er stefnt til að mæta fyrir héraðsdóm þegar málið verður tekið fyrir, svara þar til sakar og leggja fram gögn.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fékk alvarlegt taugaáfall eftir að málið var fellt niður – Níu konur kæra ríkið fyrir niðurfellingu ofbeldismála

Fékk alvarlegt taugaáfall eftir að málið var fellt niður – Níu konur kæra ríkið fyrir niðurfellingu ofbeldismála
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Þrjú smit um helgina

Þrjú smit um helgina
Fréttir
Í gær

Mögulegt hópsmit af breska afbrigðinu gæti verið í uppsiglingu

Mögulegt hópsmit af breska afbrigðinu gæti verið í uppsiglingu
Fréttir
Í gær

Jóhanna segist hafa lent í pípara og leigjanda frá helvíti – „Ég fékk lögregluna í Keflavík til að hreinsa þetta út“

Jóhanna segist hafa lent í pípara og leigjanda frá helvíti – „Ég fékk lögregluna í Keflavík til að hreinsa þetta út“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ekki hlustað á konur með endómetríósu – Sláandi frásagnir íslenskra kvenna

Ekki hlustað á konur með endómetríósu – Sláandi frásagnir íslenskra kvenna