Þriðjudagur 02.mars 2021
Fréttir

Sögð hafa stolið fartölvu af skrifstofu Pelosi fyrir rússnesku leyniþjónustuna – Er nú eftirlýst af FBI

Heimir Hannesson
Mánudaginn 18. janúar 2021 14:01

mynd/BBC

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska alríkislögreglan FBI hefur gefið út handtökuskipun á Riley June Williams frá Pennsylvaníu vegna þátttöku hennar í óeirðunum þann 6. janúar síðastliðinn í Washington D.C.. Er Williams sögð hafa verið hluti hóps óeirðaseggja sem meðal annars braut sér leið inn á skrifstofu Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.

Í handtökuskipuninni er það meðal annars nefnt að verið sé að rannsaka ásakanir um að hún hafi stolið af skrifstofu Pelosi fartölvu og hörðum diski. Af verknaðarlýsingu sem FBI hefur eftir fyrrum elskhuga Williams kemur fram að Williams hafi ætlað sér að senda tölvuna til vinar síns í Rússlandi, sem svo ætlaði að selja hana til leyniþjónustunnar þar í landi.

Vitnið, sem er ónafngreint, sagði að ráðabrugg Williams hefði ekki gengið upp og að tölvan hefði endað í vörslu hennar. Á myndböndum sem hafa verið í dreifingu af innrás óeirðaseggjanna má sjá konuna í grænni skyrtu og brúnni kápu bera svarta og hvíta tösku á öxlinni út úr húsinu. Þá má einnig sjá og heyra hana beina æstum múgnum í átt að skrifstofu Pelosi. „Upp! Upp!“ má heyra hana öskra. Í heimildamynd ITV í Bretlandi um árásina er athyglinni sérstaklega beint að konunni og hennar þætti í óeirðunum, en hún virðist skipulagðari en múgurinn í kringum hana og virðist vita nákvæmlega hvert hún eigi að fara.

Starfsmannastjóri Pelosi, Drew Hammill staðfesti tveim dögum eftir óeirðirnar að tölvu hefði verið stolið úr fundarherbergi á skrifstofu forsetans, en að tölvan hefði aðeins verið notuð fyrir kynningar.

Konan er nú, sem fyrr segir, á flótta og eftirlýst af alríkislögreglunni um öll Bandaríkin. Ákærur á hendur henni fyrir innbrot í lokaða byggingu, að trufla störf stjórnvalda og óspektir á almannafæri hafa þegar verið gefnar út. Reynast sögusagnir um ætlun hennar að selja stolna muni úr þinghúsinu til rússnesku leyniþjónustunnar á rökum reistar gæti hún staðið frammi fyrir lífstíðarfangelsi fyrir njósnir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Hafa kært lækninn Skúla Gunnlaugsson til lögreglu og vilja að andlát móður þeirra á HSS verði rannsakað sem manndráp

Hafa kært lækninn Skúla Gunnlaugsson til lögreglu og vilja að andlát móður þeirra á HSS verði rannsakað sem manndráp
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Dæmdir til að borga upp feitan yfirdrátt – Bensinn og loftpessurnar dugðu skammt

Dæmdir til að borga upp feitan yfirdrátt – Bensinn og loftpessurnar dugðu skammt
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Segir að kanna þurfi möguleika á gosi

Segir að kanna þurfi möguleika á gosi
Fréttir
Í gær

Þórólfur ekki hrifinn af hugmynd Jóns Ívars – „Menn geta haft allskonar mismunandi skoðanir á þessu“

Þórólfur ekki hrifinn af hugmynd Jóns Ívars – „Menn geta haft allskonar mismunandi skoðanir á þessu“
Fréttir
Í gær

Hrinan heldur áfram og stærsti skjálftinn gæti verið eftir

Hrinan heldur áfram og stærsti skjálftinn gæti verið eftir
Fréttir
Í gær

Guðbjörg ráðin forstöðukona Framtíðarsýnar og reksturs hjá Veitum

Guðbjörg ráðin forstöðukona Framtíðarsýnar og reksturs hjá Veitum
Fréttir
Í gær

Jón Ívar vill breytingu á bólusetningum til að flýta endalokum heimsfaraldursins

Jón Ívar vill breytingu á bólusetningum til að flýta endalokum heimsfaraldursins