Föstudagur 05.mars 2021
Fréttir

Nýtt myndband sýnir óeirðaseggina í þinginu fara með bæn í ræðustól Pence – „Amen“

Heimir Hannesson
Mánudaginn 18. janúar 2021 11:00

mynd/skjáskot úr myndbandi New Yorker

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump á, þegar þetta er skrifað, um 30 klukkustundir eftir í embætti. Þykir nú ljóst að hann fer úr embætti smánaður og einangraður. Flest allir samfélagsmiðlar sem vert er að nefna (meira að segja Pinterest) hafa bannað forsetann og lokað reikningum hans. Fleiri bandarískir hermenn sinna nú störfum sínum á götum Washingtonborgar en í Írak og Afganistan.

Ljóst er að atburðir miðvikudagsins í þar síðustu viku hafa nú eyðilagt það litla sem eftir er af arfleifð forsetans. Donald Trump hélt þá útifund fyrir stuðningsmenn sína við Hvíta húsið og hvatti þá til þess að láta í sér heyra og „stöðva stuldinn.“ Átti hann þar við að hann hefði í raun unnið kosningarnar 3. nóvember, en Demókratarnir stolið Hvíta húsinu með kosningasvindli.

Að útifundinum loknum þrömmuðu stuðningsmenn hans að þinginu þar sem þeir hófu svo til undir eins að láta öllum illum látum. Þegar yfir stóð höfðu stuðningsmenn Trumps brotið sér leið inn í báða sali þingsins, inn á einkaskrifstofu Nancy Pelosi forseta fulltrúa deildarinnar og valdið miklum skemmdum í leiðinni. Fimm létust í óeirðunum, þar á meðal einn lögreglumaður.

Donald Trump hefur síðan verið ákærður til embættismissis vegna óeirðanna af fulltrúadeildinni og bíður sú ákæra meðferðar í öldungadeildinni. Ljóst er að ekki mun nást að fjalla um hana áður en kjörtímabil Trumps rennur út, en verði hann fundinn sekur mun hann þó missa ýmis fríðindi sem fyrrverandi forsetar njóta almennt.

Óeirðaseggirnir tóku margir myndir og myndbönd af sér á meðan á árásinni stóð og birtu á samfélagsmiðlum. Þar að auki voru auðvitað í þinginu fjölmargir fjölmiðlamenn vopnaðir myndavélum. FBI hefur nú auglýst eftir þessum myndum vegna rannsóknar sinnar á innrás óeirðaseggjanna. Myndböndin eru sum hver býsna óhugnanleg. Eitt þeirra sýndi lögreglumann kraminn í dyragátt í þinginu. Á örðu mátti sjá þegar kona var skotin í bringuna er hún reyndi að klifra í gegnum gluggagat. Lögreglumaðurinn sem skaut konuna er nú í leyfi á meðan rannsókn fer fram.

Nú hefur The New Yorker birt 12 mínútna langt myndskeið sem blaðamaður á þeirra vegum tók upp. Myndbandið þykir gefa ágætis innsýn í hvernig óeirðirnar fóru fram. Á þeim má þá einnig heyra samtal óeiraðseggja er þeir voru komnir inn í þingsal öldungadeildarinnar og öryggisvörð biðla til þeirra að sýna salnum virðingu.

Þá má á myndbandinu sjá óeirðaseggina koma sér fyrir í stól forseta öldungadeildarinnar, Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna, og segja bæn. Myndbandið má sjá hér og hér að neðan. Þá er óhætt að mæla með reyfarakenndri umfjöllun Luke Mogelson, blaðamanni New Yorker um óeirðirnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Orð gærdagsins – Hvað er óróapúls?

Orð gærdagsins – Hvað er óróapúls?
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hjalti opnar sig um morðtilraunina sem sonur hans var dæmdur fyrir – „Áður en hann fékk höggið man hann lítið sem ekk­ert“

Hjalti opnar sig um morðtilraunina sem sonur hans var dæmdur fyrir – „Áður en hann fékk höggið man hann lítið sem ekk­ert“
Fréttir
Í gær

Nálgunarbannsbrjótur reykspólaði sig í fang lögreglunnar á Suðurnesjum

Nálgunarbannsbrjótur reykspólaði sig í fang lögreglunnar á Suðurnesjum
Fréttir
Í gær

Ævintýralegur ferill íslenskrar konu í akstri undir áhrifum lyfja – Samandregnir augasteinar, titraði og var sljó

Ævintýralegur ferill íslenskrar konu í akstri undir áhrifum lyfja – Samandregnir augasteinar, titraði og var sljó
Fréttir
Í gær

Upplýsingafundur vegna yfirvofandi eldgoss

Upplýsingafundur vegna yfirvofandi eldgoss
Fréttir
Í gær

Mæla með að fólk sé undirbúið og taki saman öryggisbirgðir – „Þetta á alltaf við, maður á alltaf að vera tilbúinn í þrjá daga“

Mæla með að fólk sé undirbúið og taki saman öryggisbirgðir – „Þetta á alltaf við, maður á alltaf að vera tilbúinn í þrjá daga“
Fréttir
Í gær

Engin smit greind innanlands – Fjögur virk smit frá útlöndum

Engin smit greind innanlands – Fjögur virk smit frá útlöndum
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem gat ekki hætt að stela bílnúmeraplötum

Maðurinn sem gat ekki hætt að stela bílnúmeraplötum