Mánudagur 08.mars 2021
Fréttir

Starfskona í Ráðherrabústaðnum sakar Jón Baldvin um áreitni og skemmdarverk

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 16. janúar 2021 09:14

Jón Baldvin Hannibalsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fréttablaðið ræðir í dag við þrjár konur sem stíga fram undir nafni og saka Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra, um kynferðislega áreitni. Sögurnar hafa að einhverju leyti komið fram áður en konurnar afhjúpa nú nöfn sín til að svara fullyrðingum Jóns Baldvins um að frásagnir þeirra séu uppspuni.

Ein þeirra er Ragna Björg Björnsdóttir sem starfaði í Ráðherrabústaðnum árið 1996 og sakar Jón Baldvin um ósæmilega hegðun kvöld eitt er hann hafi verið gestkomandi þar. Í viðtalinu sakar hún Jón Baldvin annars vegar um skemmdarverk í bústaðnum og hins vegar um grófa áreitni gegn sér.

Segir hún marga valdamenn hafa látið eins og vitleysinga er þeir voru drukknir í bústaðnum. Kvöldið sem Jón Baldvin á að hafa sýnt af sér meint ósæmilegt athæfi var hún að vinna í eldhúsi bústaðarins fram á nótt. Hún hafi þá heyrt gífurlegan hávaða er hún var að ganga frá í eldhúsinu:

„Ég man að við vorum með átján þúsund króna koníaksglös sem lágu þarna á gólfinu brotin. Ef þetta hefði verið einhver Jón úti í bæ þá hefði maðurinn verið kærður fyrir
skemmdarverk,“ segir Ragna í viðtali við Fréttablaðið. Segir hún að Jón Baldvin hafi verið þarna að verki. Síðan segir hún:

„Þarna var hann að brjóta allt og bramla, þessi heldri maður. Allt í einu þeysist hann inn í eldhús og galar: Mig vantar kvenmann! Hann rýkur á mig, kemur aftan að
mér, grípur utan um mig og klípur í brjóstin á mér. Ég gat ekkert losnað frá honum.“

Frásögn Rögnu hefur áður birst nafnlaust. Yfirmaður Rögnu, Elías Einarsson, undirritaði yfirlýsingu þar sem sagði að frásögnin gæti ekki staðist þar sem Jón Baldvin hefði ekki verið skráður sem veislugestur á þessum tíma. Ragna segir skráningu gesta hafa verið áfátt.

Sjá nánar í Fréttablaðinu

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Talin hafa brotið lög en samt sýknuð – Fór með tvö börn sín úr landi án samþykkis feðranna

Talin hafa brotið lög en samt sýknuð – Fór með tvö börn sín úr landi án samþykkis feðranna
Fréttir
Í gær

Umferðarslys á Reykjanesbraut – „Umferðin í algjöru fokki út af þessu“

Umferðarslys á Reykjanesbraut – „Umferðin í algjöru fokki út af þessu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhannes Stefánsson uppljóstrari lýsir morðtilraun og segist þurfa á peningum að halda – Eitrunarmiðstöð LSH kannast ekki við óþekktar eitranir

Jóhannes Stefánsson uppljóstrari lýsir morðtilraun og segist þurfa á peningum að halda – Eitrunarmiðstöð LSH kannast ekki við óþekktar eitranir
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sífellt fleiri og yngri íslensk börn með átröskun

Sífellt fleiri og yngri íslensk börn með átröskun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hryllingur á Kanarí – Íslenskri konu nauðgað og fjórir karlmenn úrskurðaðir í gæsluvarðhald

Hryllingur á Kanarí – Íslenskri konu nauðgað og fjórir karlmenn úrskurðaðir í gæsluvarðhald