Þriðjudagur 02.mars 2021
Fréttir

Á skilorði eftir alvarlegar hótanir gegn fjölskyldu – „Ég kem heim til ykkar og ég kæfi barnið þitt“

Heimir Hannesson
Föstudaginn 15. janúar 2021 14:00

Héraðsdómur Austurlands á Egilsstöðum. mynd/Pjetur Sigurðsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Austurlands dæmdi á þriðjudaginn konu í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir röð alvarlegra hótana í garð annarrar konu. Er konan meðal annars sakfelld fyrir að hóta því að skaða ungt barn hennar.

Segir í dómnum að skilaboðin, sem sjá má hér að neðan, voru til þess fallin að konan óttaðist um líf, heilbrigði og velferð hennar og fjölskyldu sinnar.

„Ég hef engu að tapa“

„Ég hef misst allt“

„Það gerir mig hættulega“

„Já, þetta er hótun“

„Ég kem heim til ykkar og ég kæfi barnið þitt“

„Mér er skítsama“

„Ég væri að gera því greiða“

Lögreglan á Austurlandi sótti málið og krafðist þess að konunni yrði gert að sæta refsingu og greiðslu alls sakarkostnaðar, sem reyndar var enginn. Ákærða mætti hvorki við þingfestingu málsins né við aðalmeðferð þess og var því málið dómtekið að henni fjarstaddri og fjarvist hennar jafnað til játningar.

Þá segir í dómnum að ákærða hafi áður hlotið dóma fyrir umferðarlagabrot, fyrir að hafa ítrekað ekið undir áhrifum fíkniefna og/eða svipt ökuréttindum og fyrir fíkniefnalagabrot. Hlaut konan 60 daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára fyrir þessa glæpi. Hótanirnar áttu sér stað áður en sá dómur féll og var því ekki brot á skilorði þess dóms og dæmdi dómarinn því upp fyrri refsingu, eins og sagt er.

Niðurstaða dómarans var fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir að kanna þurfi möguleika á gosi

Segir að kanna þurfi möguleika á gosi
Fréttir
Í gær

Steypusprungan lengist á meðan skjálftarnir ganga yfir

Steypusprungan lengist á meðan skjálftarnir ganga yfir
Fréttir
Í gær

Íslenskar stelpur í samstarfi við þekkt pýramídafyrirtæki – „Ef þú pælir í því eru flest fyrirtæki pýramídi…“

Íslenskar stelpur í samstarfi við þekkt pýramídafyrirtæki – „Ef þú pælir í því eru flest fyrirtæki pýramídi…“
Fréttir
Í gær

Fyrsta smitið utan sóttkvíar í mánuð: Maðurinn hafði áður greinst neikvæður í tveimur skimunum

Fyrsta smitið utan sóttkvíar í mánuð: Maðurinn hafði áður greinst neikvæður í tveimur skimunum
Fréttir
Í gær

Jón Ívar vill breytingu á bólusetningum til að flýta endalokum heimsfaraldursins

Jón Ívar vill breytingu á bólusetningum til að flýta endalokum heimsfaraldursins
Fréttir
Í gær

Icelandair vill að framlínustarfsfólk í flugi njóti forgangs í bólusetningu

Icelandair vill að framlínustarfsfólk í flugi njóti forgangs í bólusetningu