Föstudagur 05.mars 2021
Fréttir

Sagður hafa ráðist á afgreiðslumann N1 á Ísafirði

Heimir Hannesson
Föstudaginn 15. janúar 2021 18:00

Ísafjörður. mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglustjórinn á Vestfjörðum hefur ákært mann fyrir líkamsárás. Er maðurinn í ákærunni sagður hafa ráðist á bensínafgreiðslumann á N1 stöðinni á Ísafirði í júní í fyrra.

Í ákærunni segir að hinn ákærði hafi veist að afgreiðslumanninum, þrifið í peysu hans og tekið hann hálstaki með þeim afleiðingum að hann halut eymsli á vinstri hendi og framhandlegg, hruflsár á hendi og meiðst á hálsi. Þá er maðurinn jafnframt ákærður fyrir brot á fíkniefnalögum fyrir að hafa haft á sér 0,39 grömm af maríhúana, sem fundust við leit á heimili ákærða á Ísafirði.

Ákæran er birt í Lögbirtingablaðinu þar sem ekki hefur tekist að birta manninum ákæruna. Má því ætla að maðurinn búi ekki lengur á Ísafirði.

Fórnarlamb árásarinnar gerir þá kröfu að ákærði greiði sér eina og hálfa milljón í miskabætur vegna árásinnar. Lögreglan á Vestfjörðum krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og að hann greiði sakarkostnað.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Orð gærdagsins – Hvað er óróapúls?

Orð gærdagsins – Hvað er óróapúls?
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hjalti opnar sig um morðtilraunina sem sonur hans var dæmdur fyrir – „Áður en hann fékk höggið man hann lítið sem ekk­ert“

Hjalti opnar sig um morðtilraunina sem sonur hans var dæmdur fyrir – „Áður en hann fékk höggið man hann lítið sem ekk­ert“
Fréttir
Í gær

Nálgunarbannsbrjótur reykspólaði sig í fang lögreglunnar á Suðurnesjum

Nálgunarbannsbrjótur reykspólaði sig í fang lögreglunnar á Suðurnesjum
Fréttir
Í gær

Ævintýralegur ferill íslenskrar konu í akstri undir áhrifum lyfja – Samandregnir augasteinar, titraði og var sljó

Ævintýralegur ferill íslenskrar konu í akstri undir áhrifum lyfja – Samandregnir augasteinar, titraði og var sljó
Fréttir
Í gær

Upplýsingafundur vegna yfirvofandi eldgoss

Upplýsingafundur vegna yfirvofandi eldgoss
Fréttir
Í gær

Mæla með að fólk sé undirbúið og taki saman öryggisbirgðir – „Þetta á alltaf við, maður á alltaf að vera tilbúinn í þrjá daga“

Mæla með að fólk sé undirbúið og taki saman öryggisbirgðir – „Þetta á alltaf við, maður á alltaf að vera tilbúinn í þrjá daga“
Fréttir
Í gær

Engin smit greind innanlands – Fjögur virk smit frá útlöndum

Engin smit greind innanlands – Fjögur virk smit frá útlöndum
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem gat ekki hætt að stela bílnúmeraplötum

Maðurinn sem gat ekki hætt að stela bílnúmeraplötum