fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Pappakassar fullir af ógreindum leghálssýnum í Hamraborg

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 15. janúar 2021 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um 2000 sýni úr leghálsskimunum fyrir krabbameini hafa legið vikum saman óhreyfð í pappakössum vegna skorts á samningum, þetta kom fram í fréttatíma Stöðvar 2.

Skimanir færðust frá Krabbameinsleitarstöðinni til heilsugæslunnar um áramótin og Krabbameinsfélagið hætti að greina sýni í nóvember. Síðan þá hafa sýnin verið send á heilsugæsluna og eru nú á heilsugæslunni í Hamraborg að finna ríflega 2000 sýni sem ekki hafa verið greind þar sem ekki hefur verið samið við erlenda aðila til að rannsaka þau, en Landspítalinn hefur ekki burði sem stendur til að halda utan um greiningarnar.

Vonast er til að samningar verði frágengnir í næstu viku.

Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, sagði það bagalegt að úthýsa ætti þessari greiningarvinnu út fyrir landsteinanna. Í samtali við DV fyrir um viku síðan sagði hún:

„Ég held að það sé frekar skortur á lífeindafræðingum í landinu en hitt og ef þessar rannsóknir verða færðar úr landi tímabundið verða þeir líklega búnir að ráða sig í önnur störf ef til þess kemur að færa rannsóknirnar aftur heim. Þeirra þekking er þá farin úr þessum sérhæfða geira og það tekur langan tíma að þjálfa upp nýtt fólk. Mér finnst óskiljanlegt að það sé verið að færa heilbrigðisþjónustu úr landi. Stefnan hefur frekar verið að færa hingað þjónustu sem við höfum verið að kaupa erlendis. Með þessu er verið að henda sérfræðiþekkingu og búa til störf fyrir ófaglærða við pökkun og sendingu sýna,“

DV beindi fyrirspurn til heilbrigðisráðuneytisins um hvort tímasetning flutninganna væri ekki óheppileg í ljósi heimsfaraldurs og hvort ekki væri óheppilegt að greining sýna færi fram erlendi.

„Þessi ákvörðun var tekin fyrir nokkuð löngu síðan og ekki ástæða til að ætla annað en að opinbera heilbrigðiskerfið geti vel tekið að sér þetta verkefni,“ segir í svari ráðuneytis. Í svari sagði enn fremur:

„Ákvörðun um fyrirkomulag greininga á sýnum er einnig í samræmi við það sem Heilsugæslan telur góða lausn og ráðuneytið styður þá niðurstöðu,“ segir í svarinu og bent á að Sjúkratryggingum Íslands hafi verið falið að leita samninga við aðila sem getur tekið að sér skoðun frumsýna til skamms tíma meðan unnið er að útboði og fyrirkomulagi til lengri tíma.

Ljóst er þó að samningar þeir lágu ekki fyrir við flutninginn. Á sama tíma var bæði til aðstaða og sérfræðiþekking hér innanlands til að greina sýnin. Þeim var heldur komið fyrir í pappakassa þar sem þau bíða þess að einhver megi greina þau. Að baki sýnunum standa um 2000 konur sem bíða eftir niðurstöðum.

Sjá einnig: Búið að leggja niður Leitarstöð Krabbameinsfélagsins – Deilt um ágæti nýja fyrirkomulagsins

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus
Fréttir
Í gær

Vilja sporna gegn því að fullorðnir einstaklingar nýti sér glufur í lögum til að hafa samræði við börn

Vilja sporna gegn því að fullorðnir einstaklingar nýti sér glufur í lögum til að hafa samræði við börn
Fréttir
Í gær

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“