Mánudagur 01.mars 2021
Fréttir

Guðmundur Felix vaknaður eftir aðgerðina – „Hann hefði ekki getað gert þetta án ykkar“

Erla Hlynsdóttir
Föstudaginn 15. janúar 2021 11:34

Sylwia og Guðmundur Felix þegar þau komu í heimsókn til Íslands 2018. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Felix Grétarsson sem gekkst undir tvöfalda ágræðslu handleggja við axlir á miðvikudag er vaknaður eftir svæfinguna. Þetta er fyrsta aðgerð sinnar tegundar í heiminum.

Sylwia Gretarsson Nowakowska, eiginkona Guðmundar Felix, talaði við hann í morgun en hún fær ekki að hitta hann um ókominn tíma vegna COVID-19.  „Hann er vaknaður, við vorum að tala saman í símanum og hann virðist hafa það ágætt. Hann er auðvitað búinn að fá mikið af verkjalyfjum en hann er nokkuð kátur,“ segir Sylwia í samtali við DV.

Guðmundur Felix lenti í lífshættulegu slysi þann 12. janúar 1998 þar sem hann missti báða handleggina og það 23 árum seinna, nánast upp á dag, sem hann fékk nýju handleggina. Hann flutti til Lyon í Frakklandi, þar sem aðgerðin var gerð, árið 2013 og hefur verið á biðlista eftir handleggjum í fimm ár. Aðgerðin þykir mikið þrekvirki í sögu læknavísindanna og tók fjórtán klukkustundir.

Sylwia segir Guðmund Felix þakklátan íslensku þjóðinni sem hefur stutt hann dyggilega alla tíð og bað hana að skila kveðju til Íslendinga. „Hann hefði ekki getað gert þetta án ykkar,“ segir hún.

Viðtalið við Sylwíu í held sinni má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jón Þór segir flugmenn bjartsýna á framhaldið og sjá fyrir sér gott ferðasumar – „Orðið gott af þessu“

Jón Þór segir flugmenn bjartsýna á framhaldið og sjá fyrir sér gott ferðasumar – „Orðið gott af þessu“
Fréttir
Í gær

Rannsóknin sem Íslendingar vildu fór til fyrirheitna landsins – Forstjóri Pfizer kallar Ísrael „rannsóknarstofu heimsins“

Rannsóknin sem Íslendingar vildu fór til fyrirheitna landsins – Forstjóri Pfizer kallar Ísrael „rannsóknarstofu heimsins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fimmti dagurinn í röð án smits – Aðeins 14 í einangrun

Fimmti dagurinn í röð án smits – Aðeins 14 í einangrun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varað við íslenskum manni sem áreitir börn í gegnum Snapchat – Biður börn niður í 9 ára um klámfengnar myndir

Varað við íslenskum manni sem áreitir börn í gegnum Snapchat – Biður börn niður í 9 ára um klámfengnar myndir