Mánudagur 01.mars 2021
Fréttir

Ásta Fjeldsted þurfti að læra að gera minna – „Ég gleymdi hreinlega að anda“

Tobba Marinósdóttir
Föstudaginn 15. janúar 2021 08:00

Ásta Sigríður Fjeldsted framkvæmdarstjóri Krónunnar. Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásta Sigríður Fjeldsted, nýráðinn framkvæmdastjóri Krónunnar er í forsíðuviðtali DV í dag. Ásta á að baki ævintýralegan og farsælan feril sem verkfræðingur og ráðgjafi hjá einu virtasta ráðgjafafyrirtæki í heimi auk þess sem hún starfaði hjá Stoðtækjaframleiðandanum Össuri og tækni- og ráðgjafafyrirtækinu IBM. Hún lýsir ótrúlegu vinnuumhverfi í Japan, heimilisaðstæðum kollega sinna sem hún neitaði að beygja sig undir og þörfinni fyrir að vera framúrskarandi, sem getur hæglega sligað hvern sem er.

Ásta er 38 ára ára gömul orkusprengja úr Breiðholtinu. Hún er yngst þriggja systkina og dóttir skólastjóra og kennara. Í stuttu máli má lýsa Ástu sem afreksmanneskju í flestöllu sem hún tekur sér fyrir hendur en hún hefur einnig þurft að læra að gera minna. „Ég þurfti alltaf að hafa meira en nóg fyrir stafni. Alveg frá því að ég var barn þurfti ég stanslaust að vera að. Eftir skóla var það ballettæfing, píanótími, tónfræðitími og jafnvel leikhúsið um kvöldið,“ segir Ásta og vísar til þess að hún hafi tekið þátt í nokkrum leikhúsuppfærslum sem barn.

„Í kringum 12 ára aldurinn fékk ég áminningu um að þetta væri mér um megn þegar ég upplifði andarteppu í fyrsta skipti. Ég gleymdi hreinlega að anda. Út á við var ég toppnemandi og allt í öllu. En pressan sem ég setti á sjálfa mig var hreinlega of mikil. Allt virkaði sem tipp topp og gerir það mögulega enn í dag en undir niðri er staðreyndin sú að þetta er gífurleg vinna, sem maður ræður ekki við til lengdar og verður því að læra að forgangsraða. Það er ekki hægt að gera allt, sem hugur manns stendur til,“ segir Ásta sem lærði snemma að það þarf að beisla metnaðinn.

Líkaminn gaf eftir 

„Þegar ég var 12 ára byrjaði ég að finna fyrir andarteppu sem varð til þess að það leið yfir mig, ég fékk útbrot og byrjaði að missa hárið. Þá var ég búin að hlaða svo á mig verkefnum að líkaminn gaf eftir. Ég var í Þjóðleikhúsinu og það var verið að greiða mér, þegar hárgreiðslukonan heldur á hluta af hárinu á mér sem hrundi af.“

Það varð Ástu til happs að Auður Bjarnadóttir, dans- og jógameistari, tók eftir því hvað var að gerast og tók hana undir sinn verndarvæng. „Hún hafði verið ballettkennarinn minn en fór að kenna mér jóga, öndun og að veita því athygli hvernig mér leið. Hún sá að ég var á góðri leið með að fara í þrot. Þetta var auðvitað blanda af alls konar álagi, eins og er víða á heimilum og ég gekkst upp við það að standa mig vel og fá hrós. Kennararnir í skólunum hringdu heim því þeir höfðu áhyggjur af því að ég væri að læra of mikið. Ég var stanslaust að reyna að tékka í box.“

Hún segir foreldra sína hafa ítrekað það við sig að hún þyrfti ekki að leggja svona hart að sér og þá sérstaklega þegar hún var barn. „Ég ætlaði upprunalega að velja listabrautina, ef svo má segja. Var í tónlistarnámi í FÍH, æfði ballett af miklum metnaði og ætlaði mér að fara í ballettnám erlendis þar til ég áttaði mig á að mér fyndist það ekki nógu praktískt. Hvað ef ég myndi fótbrotna og enda á að skúra sviðið sem ég ætlaði að dansa á?“ segir hún og vísar í klassíska sögu.

„Vinafólk foreldra minna benti mér á að ég gæti bara fundið einhvern efnaðan lækni sem gæti séð um mig. Þá gerðist eitthvað innra með mér.“ Sjálfstæðið í Ástu kveinkaði sér undan hugmyndinni og hún hætti strax í ballett.

„Ég ætla aldrei að vera fjárhagslega háð öðrum og skipti því alveg um gír. Foreldrar mínir vissu eiginlega ekki hvað gerðist. Ég skráði mig í MR í eðlisfræðideild og fór svo í verkfræði. Ég hef alltaf verið mjög raunsæ og haft mikinn áhuga á að læra eitthvað nýtt og verið óhrædd við að láta reyna á hlutina. Ég hef hins vegar aldrei verið með neitt langtímaplan,“ segir Ásta sem sækist frekar eftir nýjum og krefjandi verkefnum en því hvernig þau líti út á ferilskránni.

Ásta ræðir meðal annars margar hliðar metnaðarins, ástina sem hún kynntist í MR, álagið sem ógnaði möguleika hennar á barneignum og spennandi tækifæri í íslensku viðskipta- og menntaumhverfi. Heiðarleg frásögn af hörkudugnaði og hugrekki.

Smelltu hér til að sjá viðtalið í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jón Þór segir flugmenn bjartsýna á framhaldið og sjá fyrir sér gott ferðasumar – „Orðið gott af þessu“

Jón Þór segir flugmenn bjartsýna á framhaldið og sjá fyrir sér gott ferðasumar – „Orðið gott af þessu“
Fréttir
Í gær

Rannsóknin sem Íslendingar vildu fór til fyrirheitna landsins – Forstjóri Pfizer kallar Ísrael „rannsóknarstofu heimsins“

Rannsóknin sem Íslendingar vildu fór til fyrirheitna landsins – Forstjóri Pfizer kallar Ísrael „rannsóknarstofu heimsins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fimmti dagurinn í röð án smits – Aðeins 14 í einangrun

Fimmti dagurinn í röð án smits – Aðeins 14 í einangrun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varað við íslenskum manni sem áreitir börn í gegnum Snapchat – Biður börn niður í 9 ára um klámfengnar myndir

Varað við íslenskum manni sem áreitir börn í gegnum Snapchat – Biður börn niður í 9 ára um klámfengnar myndir