Mánudagur 01.mars 2021
Fréttir

Andrea vill að lögregla rannsaki ofsóknir gegn móður hennar – Dularfull símtöl, rúður brotnar og kveikt í bílnum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 14. janúar 2021 19:46

Samsett mynd sýnir ummerki eftir rúðubrotið heima hjá konunni. Myndefni af Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvað veldur því að hæglát kona hátt á sextugsaldri verður fyrir röð af óhugnanlegu áreiti og skemmdarverkum? Um miðjan september var þakgluggi á bíl konunnar brotinn. Tveimur vikum síðar var kveikt í bílnum hennar og hann gjöreyðilagður. Af og til í haust og inn í veturinn hefur konan verið að fá undarleg símtöl þar sem hringjandi segist vera frá Póstinum eða Rauða krossinum og ber upp spurningar sem fela í sér að hann er að forvitnast um hvort einhver sé heima eða verði heima á eftir. Hringt er með númeraleynd.

Nokkurt hlé hefur verið á áreitinu undanfarið en morgun einn núna í vikunni vaknaði konan við ógnarleg læti og brothljóð, múrsteinum var kastað í gegnum stofugluggann.

Andrea Kristjana Lind Gunnarsdóttir, sem er 23 ára gömul dóttir konunnar, telur sig hafa hugmynd um hvað hér býr að baki og óttast raunar að það tengist henni sjálfri, en hún hefur engar sannanir fyrir tilgátu sinni. Hún óskar hins vegar eftir því að lögreglan opni huga sinn fyrir því að hér sé mynstur. Að sögn Andrea hefur lögregla sýnt því lítinn áhuga að tengja atvikin saman. Þeirra tilgáta í hvert sinn sé að einhverjir vandræðaunglingar hafi verið að verki.

„Þetta eru engin random skemmdarverk unglinga,“ segir Andrea ákveðin í stuttu viðtali við DV. „Lögregla hefur ekki viljað skilja að þessi atvik eru tengd. Þetta er líka ekki í neinum forgangi hjá lögreglunni af því það hefur enginn slasast. Þó að það hafi ekki gerst þá skil ég ekki alveg þessi vinnubrögð enda er mamma orðin mjög lítil í sér út af ástandinu. En ég vona að lögreglan fari að rannsaka þetta, til dæmis rekja símanúmerin sem dularfullu símtölin koma úr, mér skilst að lögregla geti fundið númer bak við númeraleynd.“

Andrea segist hafa gefið móðir sinni öryggiskerfi í jólagjöf og afhent jólagjöfina snemma. „Maður á ekki að þurfa að gefa foreldrum sínum slíka jólagjöf, að minnsta kosti ekki af þessum ástæðum.“

Þetta er ógnþrungið ástand fyrir friðsamt fólk á efri árum en á heimilinu með móðurinni býr 89 ára gamall afi Andreu.

„Að þeir séu að ná sér niður á mér í gegnum hana“

Andrea segist ekki hafa sannanir fyrir því að málið tengist henni en hún óttast það. „Ég óttast að þeir séu að reyna að ná sér niður á mér í gegnum hana því hún er það dýrmætasta sem ég á fyrir utan dóttur mína,“ segir Andrea en faðir hennar lést árið 2018.

Hún treystir sér ekki til að segja frá því hvaða menn eigi sökótt við hana og út af hverju. Hún veit þetta ekki fyrir víst en óskar þess að lögregla sjái mynstrið sem hér virðist hafa teiknast upp, rannsaki málið og færi móður hennar von um að geta lifað án stöðugs ótta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Icelandair vill að framlínustarfsfólk í flugi njóti forgangs í bólusetningu

Icelandair vill að framlínustarfsfólk í flugi njóti forgangs í bólusetningu
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Grunaður um ölvun við akstur – Ók út af Þingvallavegi

Grunaður um ölvun við akstur – Ók út af Þingvallavegi
Fréttir
Í gær

Heyrir þú jarðskjálftana koma? – Sjáðu hvað veldur drungalega jarðskjálftahljóðinu áður en þeir skella á

Heyrir þú jarðskjálftana koma? – Sjáðu hvað veldur drungalega jarðskjálftahljóðinu áður en þeir skella á
Fréttir
Í gær

Saklaus af kynferðisbroti gegn barni – Sannaði að hann vissi ekki hve gömul hún var

Saklaus af kynferðisbroti gegn barni – Sannaði að hann vissi ekki hve gömul hún var
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sparkaði í löggubíl með dóp í vasanum – Vann sér inn nótt í steininum

Sparkaði í löggubíl með dóp í vasanum – Vann sér inn nótt í steininum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Útvarpsstjóri segir klámfengið tíst tilefni 30 sekúndra tafar á beinum útsendingum – Enn ekkert tjáð sig um Gettu betur atvikið

Útvarpsstjóri segir klámfengið tíst tilefni 30 sekúndra tafar á beinum útsendingum – Enn ekkert tjáð sig um Gettu betur atvikið