Laugardagur 06.mars 2021
Fréttir

Veitast að Antoni á netinu – „Rat at Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 13. janúar 2021 09:26

Skjáskot Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reikningur var nýlega stofnaður á Facebook sem virðist settur upp til háðungar athafnamanninum Antoni Kristni Þórarinssyni. Anton hefur verið í fréttum undanfarið vegna þess að trúnaðargögn frá lögreglu og héraðssaksóknara sem lekið var fyrir síðustu helgi til fjölmiðla og á nokkur vefsvæði leiða í ljós að hann var um árabil uppljóstrari lögreglunnar varðandi fíkniefnaafbrot. Svo virðist sem óvinir Antons, eða í það minnsta menn sem telja sig eiga sökótt við hann, hafi lekið gögnunum.

Gögnin hafa jafnframt verið birt á vefnum Reddit og ekki tekin niður þar. Á öðrum vefsvæðum þar sem þau hafa verið birt eru tenglarnir á þau ekki lengur virkir.

Notandinn á háðungarsíðunni á Facebook ber heitið Toni King Iceland. Rottumyndirnar eru orðaleikur og vísa til þess að í ensku talmáli eru þeir sem kjafta frá kallaðir rottur. Orðaleikurinn gegnsýnir „upplýsingar“ um þennan Facebook-notanda. Starf hans er sagt vera „RAT at Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu“. Hann er sagður hafa stundað nám í „Ratatoiulle“ og búa í Rotterdam í Hollandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Barði bíla með hamri
Fréttir
Í gær

Verkstjóri fær ekki bætur eftir að mótor féll á höfuð hans – Lögregla og sjúkralið komu á vettvang

Verkstjóri fær ekki bætur eftir að mótor féll á höfuð hans – Lögregla og sjúkralið komu á vettvang
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Orð gærdagsins – Hvað er óróapúls?

Orð gærdagsins – Hvað er óróapúls?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hjalti opnar sig um morðtilraunina sem sonur hans var dæmdur fyrir – „Áður en hann fékk höggið man hann lítið sem ekk­ert“

Hjalti opnar sig um morðtilraunina sem sonur hans var dæmdur fyrir – „Áður en hann fékk höggið man hann lítið sem ekk­ert“