Mánudagur 01.mars 2021
Fréttir

Ósáttir við veru fréttamanns Stöðvar 2 í kringum Borgarholtsskóla – „Drullaðu þér í burtu, NÚNA!“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 13. janúar 2021 19:30

Mynd tekin við Borgarholtsskóla á miðvikudaginn. Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stöð 2 fjallaði ítarlega um árásina sem átti sér stað í Borgarholtsskóla í dag í fréttatímanum í kvöld. Nemendur í Borgarholtsskóla voru fluttir á slysadeild eftir að árás var gerð í skólanum á 2. hæð hússins laust fyrir kl. 13 í dag. Vísir greindi fyrst frá árásinni en DV og aðrir fjölmiðlar hafa fjallað mikið um málið í dag.

Eftir árásina hópuðu nemendur sig saman fyrir utan skólann og fór fréttamaður Stöðvar 2 á svæðið og ræddi meðal annars við nemanda. Athygli vakti þó að einhverjir nemendur voru langt frá því að vera ánægðir með það að fréttamenn væru á svæðinu.

„Talið er að um einhvers konar uppgjör milli hópa hafi verið að ræða og voru ekki allir sáttir með veru fréttamanna á svæðinu,“ sagði Erla Björg Gunnarsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2, í innslaginu um árásina þegar myndefni af nokkrum strákum var birt. Búið var að sjá til þess að andlit þeirra þekktust ekki í myndefninu.

„Drullaðu þér í burt. Burt, núna. Vinur minn lenti í þessu, drullaðu þér í burtu, NÚNA,“ öskraði einn strákurinn á frétta- og upptökufólk Stöðvar 2 og ljóst var að hann og félagar hans væru virkilega ósáttir með starfslið Stöðvar 2. Þá reyndi sá sami einstaklingur einnig að hylja myndavélina með hendinni sinni.

Grafalvarlegt mál

Vísir ræddi síðan við Ársæl Guðmundsson, skólameistara Borgarholtsskóla, um málið. Ársæll sagði að um grafalvarlegt mál væri að ræða sem mun verða til þess að íslenskt samfélag breytist. „Við höfum rætt þetta til fjölda ára, skólastjórnendur í framhaldsskólum, vegna atburða erlendis. Hvernig við séum í stakk búin að mæta svona,“ sagði Ársæll.

„Hér í Borgarholtsskóla eru mjög margir inngangar í skólann. Við höfum lokað mjög mörgum þessara innganga. Svo kemur Covid og þá er það orðið kostur að hafa marga innganga, til að geta dreift nemendum um skólann. En reynist svo ókostur þegar svona gerist. Við munum allt skólasamfélagið, ekki bara í Borgarholtsskóla, fara yfir alla okkar verkferla.“

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Albert spilaði allan leikinn í sigri – Enginn Mikael í Íslendingaslagnum

Albert spilaði allan leikinn í sigri – Enginn Mikael í Íslendingaslagnum
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Enn einn skjálftinn ofan í kvöldmatinn – Höggið fannst víða um suðvesturhornið – Rúmlega 4 að stærð

Enn einn skjálftinn ofan í kvöldmatinn – Höggið fannst víða um suðvesturhornið – Rúmlega 4 að stærð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Snarpur skjálfti upp á 4,4 rétt í þessu

Snarpur skjálfti upp á 4,4 rétt í þessu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Myndbirting lögreglunnar veldur usla – „Hroka hjólagengið á Nesinu. Þeir telja sig yfir lög hafna“ 

Myndbirting lögreglunnar veldur usla – „Hroka hjólagengið á Nesinu. Þeir telja sig yfir lög hafna“