fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Íslendingar furða sig á vígbúnaðinum – „Þetta lið er alveg farið í skallanum“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 12. janúar 2021 11:11

Stuðningsmenn Donald Trump réðust á þinghúsið 6. janúar 2021. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska alríkislögreglan, eða FBI, hefur fengið upplýsingar um að verið sé að skipuleggja vopnuð mótmæli í höfuðborgum allra ríkja Bandaríkjanna auk höfuðborgarinnar Washington D.C. Um er að ræða mótmæli vegna innsetningarathöfn tilvonandi forseta Bandaríkjanna, Joe Biden. Frá þessu greinir meðal annars CNN.

Það vakti mikla athygli þegar mótmælendur, sem sumir hafa kallað hryðjuverkamenn, réðust inn í þinghúsið í höfuðborginni í síðustu viku. Vegna þessa hefur verið ákveðið að herða gæslu í höfuðborginni. Þegar hafa yfirvöld girt af stór svæði umhverfis valdar opinberar byggingar í borginni.

Ekki var mikið um vopnaburð hjá mótmælendunum sem réðust inn í þinghúsið en miðað við upplýsingar alríkislögreglunnar gæti staðan verið önnur hjá mótmælendum í Bandaríkjunum þann 20. janúar næstkomandi.

„Þetta verður eitthvað…“

Í Facebook-hópnum Sósíalistaspjallið hafa Íslendingar furðað sig á vígbúnaðinum sem virðist vera í gangi hjá þeim sem ætla að mótmæla innsetningu Joe Biden. Kona nokkur deildi færslu í Sósíalistaspjallið þar sem sjá mátti að fólk í Bandaríkjunum væri að undirbúa vopnuð mótmæli í höfuðborginni.

„Þeir virðast ekki vilja stoppa,“ segir konan sem deilir færslunni. Vonandi verða margir að bíða eftir þeim til að taka þá niður og bara senda þá í fangelsi,“ segir konan enn fremur og hvetur til þess að Trump verði sendur í steininn með mótmælendunum.

Í athugasemdunum við færslu konunnar furða fleiri sig á þessum mótmælendum sem ætla að mæta vopnaðir. „Þetta lið er alveg farið í skallanum….. jesús,“ segir einn meðlimur hópsins. 

Þá birtir annar meðlimur hópsins mynd sem hann segist hafa fengið senda frá kunningja sínum í Bandaríkjunum. Á myndinni má sjá tóma hillu en kunninginn segir að um sé að ræða skotfærahilluna í Walmart-búð í Los Angeles. „Þetta verður eitthvað…“ sagði maðurinn sem deildi myndinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“
Fréttir
Í gær

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
Fréttir
Í gær

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar
Fréttir
Í gær

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work