fbpx
Laugardagur 16.janúar 2021
Fréttir

Köstuðu eggjum í glugga og flugeldum inn um svaladyr kennara í Laugarneshverfi – „Þetta hefði getað farið illa“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 11. janúar 2021 16:34

Samsett mynd DV. Tengist frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona sem býr í Laugarneshverfi og kennir í skóla þar varð fyrir þeim óþægindum að fyrrverandi nemendur hennar köstuðu flugeldum, eða svokölluðum froskum sem hoppa og skoppa með sprengingum, inn um svaladyr að heimili hennar og því næst eggjum í glugga hússins. Um er að ræða nemendur í 9. bekk sem eru fyrrverandi nemendur konunnar.

„Þetta hefði getað farið illa. Skítt með eggin en verra þegar verið er að henda svona inn í húsið. En svo eru þetta bara drengir í 9. bekk,“ sagði konan í samtali við DV. Hún sagðist telja að þetta væri fremur algeng hegðun í janúar.

Málið hefur ekki verið tilkynnt til lögreglu og stefnt er að því að leysa það á meðal íbúa í hverfinu. Konan vill að drengirnir sem í hlut áttu þrífi eftir sig. Atvikið átti sér stað er hópur 9. bekkinga gekk framhjá húsinu en einhverjir úr hópnum áttu hlut að máli.

Konan skrifar með eftirfarandi hætti um málið í íbúahópi á Facebook: „Klukkan rúmlega 11 í morgun gekk hér fram hjá hópur af nemendum í 9. bekk. Alltaf gaman að sjá kunnuleg andlit gamalla nemenda. Það sem gladdi mig hins vegar síður var að drengir úr hópnum köstuðu inn um svalahurðina „froskum“ og í kjölfarið nokkrum eggjum í gluggana. Ég á stiga, sápu og skrúbba. Nú þarf ég bara drengina til að þrífa eftir sig. Ef þið sáuð eitthvað laumið því endilega að mér.“

Konan biður síðan um upplýsingar í einkaskilaboðum eða inn um dyralúguna og tilgreinir heimilisfang sitt.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Guðmundur Felix vaknaður eftir aðgerðina – „Hann hefði ekki getað gert þetta án ykkar“

Guðmundur Felix vaknaður eftir aðgerðina – „Hann hefði ekki getað gert þetta án ykkar“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Tekist á um öryggi í framhaldsskólum eftir árás í Borgó

Tekist á um öryggi í framhaldsskólum eftir árás í Borgó
Fréttir
Í gær

Sæmundur í sparifötunum allur – Ekkert fékkst upp í 47 milljóna kröfur

Sæmundur í sparifötunum allur – Ekkert fékkst upp í 47 milljóna kröfur
Fréttir
Í gær

Ósmekklegt grín gert að árásinni í Borgarholtsskóla – „Slakaðu á það dó enginn“

Ósmekklegt grín gert að árásinni í Borgarholtsskóla – „Slakaðu á það dó enginn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Danir viðurkenna að hafa reynt að fara sömu leið og Ísland við öflun bóluefnis

Danir viðurkenna að hafa reynt að fara sömu leið og Ísland við öflun bóluefnis
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ók á tvær bifreiðar og hljóp síðan á brott – Handteknir vegna líkamsárásar

Ók á tvær bifreiðar og hljóp síðan á brott – Handteknir vegna líkamsárásar