fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Inga Sæland keypti íbúðina sem hún leigði hjá Brynju eftir að hafa leigt hana í þrjú ár á þingmannalaunum

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 14. september 2021 13:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hefur nú keypt íbúðina sem hún leigði af Brynju, hússjóð Öryrkjabandalagsins. Hún hafði leigt íbúðina frá árinu 2011. Þetta kemur fram á Vísi.

DV greindi frá því árið 2018 að Inga, sem þá hafði tekið sæti á Alþingi, væri að leigja íbúð hjá Brynju á aðeins 110 þúsund krónur á mánuði en um er að ræða 148 fermetra íbúð við Maríubaug í Grafarholti þar sem Inga býr með eiginmanni sínum. Málið vakti mikla athygli þar sem margir gagnrýndu Ingu fyrir að búa í niðurgreiddu húsnæði á sama tíma og hún væri með yfir 1,7 milljónir í mánaðarlaun.

Í kjölfar þess að DV greindi frá búsetu Ingu tilkynnti hún að hún hefði beðið Brynju hússjóð að hækka leiguna sína upp í 220 þúsund krónur á mánuði, en sagði hún fréttir af húsnæðismálum hennar vera „viðbjóð“, „skít“ og „illgirni“.

Mikil aðsókn er í íbúðirnar sem Brynja hefur til útleigu og bíða á þriðja hundrað manns eftir að fá úthlutað húsnæði og félagið hefur ekki tekið við nýjum umsóknum í um þrjú ár. Samkvæmt vefsíðu Brynju er bið eftir húsnæði í dag 60-75 mánuðir.

Sjá einnig:Inga Sæland leigir 148 fermetra öryrkjaíbúð á 110 þúsund krónur

Það var svo í desember í fyrra sem stjórn Brynju samþykkti að selja Ingu íbúðina og var kaupsamningur undirritaður í febrúar, samkvæmt frétt Vísis um málið. Kaupverðið var 58,5 milljónir.

Inga settist á þing í kjölfar Alþingiskosninganna 2017 og leigði því íbúðina tvo þriðju hluta kjörtímabilsins áður en hún keypti íbúðina en samkvæmt skilyrðum Brynju hússjóðs fyrir úthlutun íbúða þurfa umsækjendur að vera undir ákveðnum tekju- og eignamörkum, sem í ár eru 5,7 milljónir í tekjur á ári fyrir einstaklinga og 8 milljónir í tekjur fyrir hjón og sambúðarfólk. Eignamörk eru svo tæplega 6,2 milljónir. Auk þess mega umsækjendur ekki eiga fasteign en Inga Sæland keypti einbýlishús á Ólafsfirði haustið 2018.

Hins vegar má hvergi finna á vefsíðu Brynju um hvaða reglur gildi ef tekjur og/eða eignir leigjenda fari umfram mörk eftir að leiga hefst, sömuleiðis ef leigjandi eignast fasteign.

Þegar DV reyndi að ná sambandi við Brynju hússjóð árið 2018 til að fá upplýsingar um hvað gildi í slíkum aðstæðum fengust engin svör.

Sjá einnig:Inga Sæland kaupir einbýlishús – Leigir enn öryrkjaíbúð – „Þetta er eitthvað sem gæti heitið ódýrasti vísir að sumarhúsi“

Vísir hefur í dag eftir Birni Arnari Magnússyni, framkvæmdastjóra Brynju, að fasteignasali hafi verið fenginn til að meta verðið á eigninni. Ekki sé algengt að félagið selji íbúðir og áætlar Björn að það hafi gerst tvisvar til þrisvar sinnum undanfarin ár, ef það. Það sé þó alltaf tekið jákvætt í það ef fólk vilji kaupa.

Björn segir að íbúð Ingu hafi verið óhentug í eignasafni Brynju þar sem hún sé svo stór en flestir leigjendur félagsins vilji tveggja herbergja íbúðir. Hagnaður Brynju af sölu íbúðarinnar til Ingu verður notaður til að kaupa íbúðir annars staðar.

Inga sagði í samtali við Vísi að þar sem hún sé lögblind sé hún mjög háð umhverfi sínu og það taki hana langan tíma að aðlagast nýju umhverfi. Því sé það ómetanlegt að hafa fengið að kaupa eignina.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Í gær

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala
Fréttir
Í gær

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
Fréttir
Í gær

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus