fbpx
Miðvikudagur 17.apríl 2024
Fréttir

Deilt á heimildarmynd: „Sú kenning að heiðursmaðurinn Skúli Helgason hafi verið frímerkjaþjófur er að minnsta kosti hæpin“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 1. september 2021 12:15

Skjáskot úr heimildarmyndinni Leyndarmálið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í apríl síðastliðnum var sýnd heimildarmynd á RÚV sem vakti mikla athygli. Björn Brynjólfur Björnsson fór þar í saumana á því sem mætti kalla stærsta frímerkjaþjófnað Íslandssögunnar. Kvikmyndin ber heitir Leyndarmálið og fjallar um svonefnt Biblíubréf sem selt var úr landi árið 1972. Bréfið er talið vera eitt verðmætasta frímerkjaumslag í heimi og er metið á hundruð milljóna króna.

Í myndinni eru leiddar líkur að því, en ekki staðhæft, að fræðimaður að nafni Skúli Helgason, sem lést árið 2002, hefði stolið bréfinu. Hópur fólks hefur nú birt grein í Morgunblaðinu þar sem þessi kenning sem birtist í mynd Björns Brynjólfs er gagnrýnd harðlega. Í greininni segir:

„Miðviku­dags­kvöldið 7. apríl 2021 var sýnd í sjón­varp­inu heim­ilda­mynd eft­ir Björn Brynj­úlf Björns­son sem nefn­ist „Leynd­ar­málið“ og er þar reynt að svipta hul­unni af stærsta frí­merkjaþjófnaði í sögu þjóðar­inn­ar þegar svo­nefnt Biblíu­bréf var selt úr landi árið 1972. Bréf­korn þetta er nú talið eitt verðmæt­asta frí­merkjaum­slag í heimi og verðmæti þess hleyp­ur á hundruðum millj­óna.

Tengdafaðir þátt­ar­stjórn­anda, Har­ald­ur Sæ­munds­son fyrr­ver­andi frí­merkja­kaupmaður, hafði milli­göngu um sölu bréfs­ins til út­landa en seinna komu fram ásak­an­ir um að bréf­inu hefði verið stolið. Lögmaður í Reykja­vík hafði af­hent Har­aldi bréfið fyr­ir hönd um­bjóðanda sem eng­inn hef­ur til þessa vitað hver er. Har­ald­ur full­yrðir nú að Skúli Helga­son fræðimaður (1916-2002) hafi verið um­rædd­ur maður og leiðir það af lík­um sem þátt­ar­stjórn­andi út­fær­ir og fær­ir frek­ari rök fyr­ir.“

Höfundar segja ennfremur að þegar röksemdafærslur fyrir þessari kenningu í myndinni sé skoðaðar reynist þær ekki trúverðugar og „sýn­ir að sú kenn­ing að heiðursmaður­inn Skúli Helga­son hafi verið frí­merkjaþjóf­ur er að minnsta kosti hæp­in.“

Greinarhöfundar benda á að í rannsókn á uppruna Biblíubréfsins sem gerð var árið 1973 komi ekki fram minnsti grunur um að Skúli Helgason hafi átt hlut að máli og er hans að engu gerði í rannsókninni. Sá sem taldi sig hafa eignarétt á bréfinu, Halldór Gunnlaugsson, bóndi á Kiðjabergi, minntist í rannsókninni ekkert á Skúla en þekkti þó vel til  hans.

Þá er í greinininni vikið að framburði Magna R. Magnasonar kaupmanns sem tjáði lögreglu og endurtekur í viðtali í heimildarmyndinni að maður einn hefði sýnt honum Biblíubréfið. Hann hefði ekki þekkt manninn. Telja verði útilokað að Magni hafi ekki þekkt Skúla Helgason sem bjó mjög nálægt verslun Magna og átti reglulega leið þar um í marga áratugi.

Þá sé ennfremur alrangt sem kemur fram í myndinni að Skúli Helgason hafi verið fátækur maður þegar staðreyndin sé sú að hann hafi átt tvær fasteignir.

Í lok greinarinnar segir að höfundar myndarinnar hafi gefið sér niðurstöðu sem standist ekki:

„Í þætt­in­um gef­ur þátt­ar­stjórn­andi sér niður­stöðu sem ekki stenst nán­ari skoðun. Veld­ur þar einkum þrennt. Björn Brynj­úlf­ur horf­ir fram­hjá atriðum sem fram koma í lög­reglu­skýrslu, gef­ur sér rang­lega að Skúli sé fá­tæk­ur og eigna­laus maður og ger­ir hon­um að síðustu upp hefnd­ar­hug gagn­vart héraði sem hann unni. Sú fyr­ir­fram­gefna niðurstaða þátt­ar­stjórn­anda að Skúli Helga­son sé þjóf­ur er því ekki studd nein­um rök­um sem stand­ast nán­ari skoðun og get­ur ekki tal­ist annað en ærumeiðing sem bein­ist að látn­um heiðurs­manni.“

Höfundar greinarinnar eru Þórður Tómasson, Sigurður Hermundarson, Lía Thomsen, Jón Torfason, Inga Lára Baldvinsdóttir, Kári Bjarnason, Bjarni Harðarson, Guðrún Þórðardóttir, Ingileifur Jónsson, Helgi Jónsson, Guðrún Þórhallsdóttir og Sigurður Karl Jónsson.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fulltrúadeildin greiðir loksins atkvæði um hjálparpakka til Úkraínu

Fulltrúadeildin greiðir loksins atkvæði um hjálparpakka til Úkraínu
Fréttir
Í gær

Tímamót á Reykjanesskaga: Næst lengsta gosið frá 2021 – Óvissa um framhaldið

Tímamót á Reykjanesskaga: Næst lengsta gosið frá 2021 – Óvissa um framhaldið