fbpx
Laugardagur 27.nóvember 2021
Fréttir

Lýsir aðstæðunum sem lík John Snorra fannst í – „Hlýtur að hafa verið örmagna“

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 10. ágúst 2021 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjallgöngumaðurinn Valentyns Sypavin, er á meðal þeirra sem fundu lík Johns Snorra Sigurjónssonar, og göngufélaga hans Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr á fjallinu K2. Hann hefur nú tjáð sig um aðstæðurnar sem hann fann mennina í, til þess að varpa ljósi á málið. Þetta kemur fram í grein hans frá Explorers Web, en RÚV greindi fyrst frá málinu hérlendis.

Mennirnir sáust síðast á lífi þann 5. Febrúar, en lík þeirra fundust í síðasta mánuði.

Fyrst fann hann Juan Pablo frá Chile. Hann var skammt fyrir ofan fjórðu og efstu búðir fjallsins. Hann á að hafa verið hnipraður í jörðinni, laus við reipi og bakpoka. Þar sem að engin merki voru um beinbrot þá telur hann líklegt að Pablo hafi örmagnast, og í kjölfarið frosið til dauða.

Síðan fannst hinn pakistanski Ali SadparaSypavin segir augljóst að hann hafi verið á leiðinni niður fjallið, þó ekki sé víst hvort hann hafi komist á topp fjallsins. Hann á að hafa verið vettlingalaus á annarri hendi og reipi fast um broddana á öðrum fæti.

Hundrað metrum fyrir ofan lík Sadpara fannst svo lík Johns Snorra, sem hékk í fósturstöðu. Sypavin telur líklegt að John hafi sigið niður með reipafestingu sem var brotin, og að gríðarlega erfitt hefði verið fyrir hann að losa sig. Hann segir einnig ljóst að John Snorri hafi verið á leiðinni niður.

„Hvort sem hann gat losað sig eða ekki, þá tel ég að Snorri hafi ekki haft styrkinn til að koma sér úr þessum aðstæðum. Hann hlýtur að hafa verið örmagna. Var dimmt og kalt? Hvernig var veðrið? Þetta eru spurningar sem ég þarf svar við.“ segir Sypavin í grein sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fastir pennarFréttir
Í gær

Upplifun mín í réttarhöldunum yfir morðingja Freyju Egilsdóttur

Upplifun mín í réttarhöldunum yfir morðingja Freyju Egilsdóttur
Fréttir
Í gær

Ökumaður í vímu ók á kyrrstæða bifreið og slasaðist

Ökumaður í vímu ók á kyrrstæða bifreið og slasaðist