fbpx
Þriðjudagur 26.október 2021
Fréttir

Ráðist á unglinga með bareflum við Hvaleyrarvatn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 1. ágúst 2021 08:32

Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Laust eftir klukkan 23 í gærkvöld var tilkynnt um líkamsárás við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði. Hópur ungra manna með barefli er sagður hafa ráðist á unglinga sem þar voru. Frá þessu greinir í dagbók lögreglu en sagt er að málið hafi verið afgreitt með aðkomu foreldra og ekki sé vitað um meiðsli.

Laust fyrir klukkan 8 í gærkvöld var tilkynnt um slys í Laugardalslaug. Kona féll og meiddist á hendi. Var konan flutt með sjúkrabíl til aðhlynningar á Bráðadeild.

Á sjötta tímanum í gærdag var maður í annarlegu ástandi handtekinn á veitingastað í hverfi 108 í Reykjavík. Var hann búinn að valda einhverjum skemmdum á veitingastaðnum. Maðurinn var sökum ástands síns vistaður í fangageymslu lögreglu.

Laust fyrir kl. 7 í gærkvöld voru tveir menn í annarlegu ástandi handteknir í Kópavogi, grunaðir um líkamsárás. Mennirnir fengu aðhlynningu á Bráðadeild og voru svo vistaðir fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.

Aðrir tveir menn voru síðan handteknir í Kópavogi í nótt, á öðrum tímanum, eftir líkamsárás. Annar maðurinn átti að vera í sóttkví. Mennirnir voru vistaðir í fangageymslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Íbúar í Innri-Njarðvík vilja meiri upplýsingar um vistun ósakhæfra í hverfinu

Íbúar í Innri-Njarðvík vilja meiri upplýsingar um vistun ósakhæfra í hverfinu
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Nítján þolendur hópnauðgana hafa leitað hjálpar það sem af er ári

Nítján þolendur hópnauðgana hafa leitað hjálpar það sem af er ári
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórir hreinsaðir af morðákærum íslenska ríkisins á einu ári – 68 milljóna lögmannskostnaður fellur á ríkið

Fjórir hreinsaðir af morðákærum íslenska ríkisins á einu ári – 68 milljóna lögmannskostnaður fellur á ríkið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Umdeild skrif Jakobs Bjarnar um hagsmunatengsl á RÚV – „Íslendingar eru prinsipplaus þjóð“ – „Hættu þessu rugli, Jakob“

Umdeild skrif Jakobs Bjarnar um hagsmunatengsl á RÚV – „Íslendingar eru prinsipplaus þjóð“ – „Hættu þessu rugli, Jakob“